Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 33

Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 33
1 ýkja hrifinn af Datsun en vildi standa viö loforðið. Ég var meira spenntur fyrir British Leyland. Ég hafði enga trú á því að það væri hægt fyrir Japani að senda bíl alla þessa vegalengd frá Japan til Evrópu og selja í samkeppni við evrópska framleiðendur. Ég hafði bara ekki nokkra trú á því að það væri hægt. Ég hafði heldurekki trú á því að þeir gætu komið upp varahlutalager í Evrópu þannig að þau mál yrðu í lagi. Mér leist ekki á fjarlægðina og kostnaðinn sem yrði þessu samfara. En þetta reyndust nú óþarfa efasemdir." — En gekk ekki hægt að sann- færa Islendinga að þeir ættu að kaupa bíl frá Japan? „Nei þetta gekk bara mjög vel. Við byrjuðum aðeins á einni teg- und, diesel bíl fyrir leigubílstjóra. Og á fyrsta ári seldum við mikið á annað hundrað bíla. Við ætluðum að vera fyrsta árið bara með leigubíla en okkur gekk það vel að við fórum um sumarið að flytja inn minni bíla fyrir einstaklinga. Síðan hélt þetta svona áfram fram til 1976. Þá tókum við umboðið fyrir Subaru. Við höfðum séð í bíla- tímaritum frá Japan bíl sem sam- einaði eiginleika fólksbíls og jeppa. Ég fékk strax mikinn áhuga á þessum bíl og hafði samband við Subaru í Japan. Þeir sendu menn hingað þrisvar sinnum til okkar 1976 til viðræðna. Sömuleiðis kölluðu þeir á okkur út og við hitt- umst í Lonöon síðast á árinu 1976. 1977 byrjuðum við svo innflutn- ►

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.