Frjáls verslun - 01.01.1983, Qupperneq 47
uöu Playboy um að vera í sam-
böndum við mafiuna. Formleg
ástæöa var hins vegar gefin sú
aó Playboy hefði gefið krít til
stórspilara meö tryggingu í
ávísunum, sem svo reyndust
vera innistæðulausar.
í stað þess aö áfrýja ákvörð-
un yfirvaldanna hljóp örvænt-
ing í Hefner og lét hann selja
spilavítin í Bretlandi fyrir 31
milljón dollara, eða minna en
sem nam hagnaði eins árs og
aðeins brot af raunverulegu
markaðsverði, sem álitið var
vera yfir 300 milljónir dollara.
Að auki lét Hefner selja um 80
veðmálasjoppur og bingófyrir-
tæki hingað og þangað um
Bretland.
Atburðirnir í Bretlandi höfðu
vafalaust áhrif á bandarísk yf-
irvöld. En formlega séö var það
atþurður, sem átti sér stað fyrir
20 árum, sem felldi Hugh
Hefner þar. Þá hafði Playboy
mútað embættismönnum í New
York til að fá vínveitingaleyfi í
næturklúbbi sínum þar í borg.
Þegar dyr spilavítis og hótels
í Atlantic City voru opnaðar í
apríl 1981 virtist velgengnin
brosa við. Staösetningin í
þessari nýju ,,spilaborg“
Bandaríkjanna var eins góð og
frekast var á kosið viö gamla
„boardwalkinn" við Atlants-
hafsströndina. En það kom
fljótt í Ijós aö Hefner var með
tóma hunda á hendi. Spilavítið
var byggt upp eftir evrópsku
munstri þ.e. til að lokka forríka
stórspilara frá Mið-Austurlönd-
um, Afríku og meginlandi Evr-
ópu. Hugmyndin var að losna
við hjarðir af amerískum feróa-
mönnum, sem helst vilja leika
sér að smáaurum í spilaköss-
um.
En formúlan gekk ekki upp.
Þvert á alla spádóma tapaði
spilavítið fyrsta árið einni millj-
ón dollara. Stjórnendurnir
höfðu hins vegar talió sér trú
um aó hvernig sem staðið yrði
að rekstrinum yrði hagnaður-
inn svimandi hár líkt og hjá fyr-
irtækinu Resorts International,
sem opnaði fyrsta spilavítið í
Atlantic City.
Hugh Hefner og hln þrítuga dóttir hans
Christie, sem nú tekur við stjórn fyrir-
tækisins.
Bandarísk yfirvöld hafa nú
gefió Playboy einn kost. Ef
Hugh Hefner selur hlutbréf sín í
fyrirtækinu, getur það fengiö
endurnýjað leyfi fyrir spilavít-
inu. En líklega mun Hefnerfást
til alls annars. Nú á hann 70%
hlutabréfa í samsteypunni, en
sá hluti er nú talinn vera um 80
milljónir dollara viröi. Því hefur
Playboy valið þann kost að
reyna að selja spilavítið.
Sú stefna að dreifa rekstrin-
um á mörg svió skapaði í sjálfu
sér engin vandamál á meðan
blaóið Playboy reyndist gull-
náma.
Fyrstu 15 árin óx upplag
Playboy Magazine stöðugt og
náói hámarki 1972 með 7 millj-
óna eintaka sölu á mánuði.
Síðan kom til sögunnar sam-
keppni frá nýjum tímaritum
eins og Penthouse og Hustler
og upplagið féll og með því
auglýsingatekjur. f fyrra voru
hreinar tekjur af blaðinu 6
milljónir dollara samanborið
við 39 milljón dollara hagnað af
spilavítunum.
Hefner og stjórnendur sam-
steypunnar þjáðust af mikilli
útþenslusýki og breiddu sig yfir
rekstrarþætti sem þeir höfðu
lítið vit á. Þó aó upprunalegt
svið fyrirtækisins hafi verið
fjölmiðlun höfðu stjórnendurn-
ir alltaf tilhneigingu til aö líta á
skemmtanaiðnaðinn, sem sitt
svið.
Stjórnendurnir höfðu komið
sér vel fyrir og launaumslög
þeirra voru digur. Stjórnunar-
kostnaður fyrirtækisins hefur
því verið óeðlilega hár og
stefnir Christie Hefner nú að
því aó skera hann niður um
40%. Er óhjákvæmilegt að
margir hausar fjúki.
Það sem nú stendur eftir að
Playboyveldinu er tímaritiö
Playboy, sölutekjur af einka-
leyfum á notkun á Playboy-
merkinu, nokkrir næturklúbbar
og kapalsjónvarpskerfi, sem
nýlega hefur verið komió á fót.
En þaö er langt í frá aö þaö
sé sökkvandi skip sem Christ-
ie Hefner hefur tekið aó sér aó
stjórna. Salan á hinum og
þessum rekstrarþáttum hefur
hingað til gefið um 90 milljónir
dollar í tekjur. Það er sem sagt
nóg af peningum í kassanum
og þar aó auki er fyrirtækið
nánast skuldlaust. Spurningin
er bara hvar Playboy mun setja
sína peninga næst. Vió krýn-
ingu á leikfélaga ársins gaf
Hugh Hefner stefnuna til
kynna: „Kapalsjónvarpsmark-
aöurinn gefur nú sömu mögu-
leika og blaðamarkaöurinn gaf
fyrir 20 árum“.
Playboy ætlar sem sagt að
halsa sér völl í ..rafeindafjöl-
miðlun" en þar verðuraðallega
um að ræða framleiðslu efnis á
myndbönd og rekstur kaþal-
sjónvarþskerfa. Fyrirtækið er
þegar komiö langt meó undir-
búning á eigin Playboyrás, en
áhorfendur fá aðgang að dag-
skránni með því að borga
mánaóarlega afnotagjald.
47