Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 76

Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 76
bygging og búnaður Framboð á gólfefnum til nota jafnt í heimahús- um sem atvinnuhúsnæði hefur margfaldast hér á undanförnum árum og eru stöðugt að koma fram nýjungar. Það getur því reynst meiri háttar höfuð- verkur að gera upp við sig, hvað skal á gólfið fara þegar verið er að taka í notkun nýtt hús- næði. Gólfið skiptir nefnilega miklu máli, ekki einungis hvað útlit varð- ar, heldur einnig loft- ræstingu, hlýleika, hljómburð, þrif og svo þarf það helst að endast vel og lengi. Við gerðum hér smáathugun á því hvaða efni væru helst á boðstólum til nota fyrir at- vinnuhúsnæði. Hringinn þrengdum við talsvert með því að afmarka húsnæðið til nota fyrir léttan lager og skrifstofur ásamt nokkrum fylgiherbergj- um. Nánar tiltekið ímyndum við okkur að um sé að ræða nokk- uð stóra heildverslun, sem er að taka í notkun nýja hæð undir starfssemi sína. Fyrirtæki þetta flytur inn ýmis konar smávarning, léttan og með- færilegan og hyggst nýta drjúgan hluta af hæðinni fyrir lager. Þá skulu þarna rúmast söludeild, skrifstofur, tölvuher- bergi, matsalur eða kaffistofa fyrir starfsfólk og einnig snyrt- ga vel

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.