Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 92

Frjáls verslun - 01.01.1983, Síða 92
hestbaki, í landslagi, á sjó eða hvað sem vera vill. Einnig er nokkuð um að andlit séu máluð mun stærri en líkamsstærð, í yfirstærð, þar sem minni áhersla eða engin er lögö á að sýna herðar eða líkamann í heild. Hin hefðbundnu portrett eru nær alltaf notuð þegar um gjafir er að ræða eða tyllidagaástæður, en þegar menn panta sjálfir af sér portrett, eða láta gera maka sinn eða börn, er oft beðið um frjáls portrett. Mörg kunn frjáls portrett eru til eftir þá Balthazar og Gísla Sigurðsson, sem og marga aðra listamenn. Portrettmálverkavinna er viðurkennd sérstök grein innan mál- aralistarinnar, og talin ein hin vandasamasta. Þar þarf að koma til mikill teiknihæfileiki listamannsins, og mikil æfing, eigi árangur- inn að verða góður. Margir kunnir listmálarar, sem getið hafa sér frægðar fyrir málverk sín, hafa aldrei náð tökum á portrettinu. Gagnrýnendur eru alla jafna harðir er þeir fjalla um verkin, enda eru þaö venjulega þeir menn sem málaðir hafa veriö, svo enginn listamaður endist í þessari grein listarinnar, nema hann hafi til að bera mikla hæfileika og tilfinningu fyrir þeim aðila er hann málar hverju sinni. Ferðalagið verðtryggt Það að borga inn á bíla til að festa veró þeirra í íslenskum krónum er löngu þekkt fyrirbrigði. Fólk gat bankaborgað bíl, eins og það er kallað og við það festist verðið og gat orðið um um- talsverðan gengishagnað ef langur tími leið frá bankaborgun þar til endanlega var gengið frá reikningnum og bíllinn tekinn. Þetta heyrir nú sögunni til hvað snertir bíla og aðrar innfluttar vörur þar sem fjármálaráðuneytið hefur komið í veg fyrir þennan möguleika með reglugerð. En nú er hægt að gengistryggja ferðalagið. Flugleiðir bjóða nú verðandi farþegum sínum að festa verðið á ferðum með því að greiða farmiðann strax en á móti lofar félagið aó verðið á miðanum breytist ekki hvað sem tautar og raular í gengismálum eða fargjaldahækkunum. En er hér um að ræða gróða fyrir nokkurn nema Flugleiðir? Jú, fargjöld eru skráð í doll- urum og nánast mánaðarlega breytist verð þeirra í íslenskum krónum í samræmi við hækkað gengi dollarans hér. Meiri líkur eru á því að dollarinn hækki meira og fyrr en kaupið þannig að hyggir þú á ferð á árinu og átt pening gætirðu grætt nokkur þúsund með því að borga strax og fljúga seinna. Svipuð kjör eru í boði hjá Samvinnuferðum — Landsýn. Hefur ferðaskrifstofan tekið upp svonefnda ferðaveltu, sem hugsuð er þannig að viöskiptavinur- inn borgar mánaðarlega inn á ferð og festir um leið verðið í hlutfalli við innborgun. Góð hugmynd og örugglega báðum til hagsbóta — seljanda og kaupanda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.