Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 14

Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 14
Gosmarkaðurinn stækkar stöðugt: íslendingar drekka nú 93.5 lítra af gosi á ári —80-90milljóna fjárfesting íSólgosinu —Davíð Scheving segist þurfa 10% af markaðnum eða um 120 milljóna ársveltu til að dæmið gangi upp Texti: Kjartan Stefánsson Myndir: Grímur Bjarnason o.fl. Gosdrykkj amarkaður- inn er í mikilli uppsveiflu víða um heim. Víðast eru alþjóðlegu merkin í sókn en heimamerki á undan- haldi einkum og sér í lagi í kóladrykkjum enda verja risamir tveir, Coca Cola og Pepsi Cola, stórfé í aug- lýsingar. Það eru því ekki lítil tíðindi þegar Sól hf. setur á stofn gosdrykkja- verksmiðju sem á að bjóða risunum tveim byrginn hér á landi. Teflt er fram íslensku vörumerki gegn alþjóðlegu merkjunum sem eiga sér langa hefð á markaðnum. Ekki er að undra að mörgum þyki djarft teflt. Enginn efast um snilli Davíðs Schev- ings Thorsteinssonar for- stjóra Sól hf. í markaðs- setningu en hefur hann færst of mikið í fang að þessu sinni? Nýir drykkir eftir íslenskri upp- skrift eru ekki það eina sem vekja athygli á Sólgosi heldur er verk- smiðjan sem framleiðir gosið eða öllu heldur dósirnar undir gosið einstök í sinni röð ekki aðeins hér á landi heldur í öllum heiminum. Dós- irnar undir gosið eru heldur ekki úr áli eins og tíðkast hvervetna í heim- inum heldur úr plasti. Menn spyrja því hvers vegna í ósköpunum velur Davíð plastið þegar stóru gos- drykkjaframleiðendurnir með her- skara sérfræðinga á sínum snærum hafa hafnað því? „Plastinu var ekki hafnað“, sagði Davíð þegar þessari spumingu var beint til hans. „Kók verksmiðjurnar fengu sænska aðila til þess að gera tilraunir með framleiðslu á plastdós- um undir gos. Þeir prófuðu aðra framleiðsluaðferð en ég nota og dósimar reyndust ekki nógu góðar. Það má því segja að Kók hafi veðjað á rangan hest. Á hinn bóginn er búið af fjárfesta í verksmiðjunum sem framleiða áldósir og ekkert skrýtið að menn vilji nýta þá fjárfestingu. Ef verksmiðja, sem

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.