Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 15

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 15
framleiddi áldósir hefði verið fyrir hér á landi er ekki víst að hag- kvæmt hefði verið að framleiða plastdósir." Aðstæður á gosmarkaðnum eru ekki að öllu Ieyti hagstæðar fyrir nýja aðila þótt Davíð sé reyndar eng- inn nýgræðingur á drykkjarvöru- markaðnum. Samkeppni er mikil á markaðnum, þjónustan er góð, vöru- úrval fjölbreytt, hollustusjónarmið- um mætt með dietdrykkjum og mikil þróun í handhægum umbúðum. Hins vegar er markaðurinn í vexti sem er hagstætt fyrir nýjan aðila og afkom- an hefur verið góð miðað við aðrar greinar iðnaðar. Hreinn hagnaður í öl-og gosdrykkjagerð var 4.33% fyrir tekju-og eignaskatt árið 1985, 6.6% árið 1984 og 4% 1983. Nýrri tölur eru ekki fáanlegar. Hvað er markaðurinn stór? Ekki er einfalt mál að skilgreina stærð gosdrykkjamarkaðarins. Ann- að hvort er hann mældur í heildar- veltu eða magni í lítrum. Veltutölur í opinberum skýrslum hafa þann galla að þær sýna ekki aðeins veltu í gos- drykkjum heldur einnig maltöli og pilsner. Tölur um iðnaðarfram- leislu, sem birtast árlega í Hag- tíðindum, eru hins vega sundur- liðaðar eftir tegundum. Heildarvelt- an á öl-og gosdrykkjagerð á síðasta ári var samkvæmt söluskattskýrsl- um um 1.2 milljarðar króna en árið 1985 var veltan um 835 milljónir króna á verðlagi hvors árs um sig. Mælt í lítrum var öl-og gosfram- Ieiðslan hér á landi 25.6 milljónir lítra árið 1986 en 22.2 milljónir lítra árið 1985. Til viðbótar kemur svo innflutningur á óáfengu öli. Ef gosið er tekið eitt og sér var framleitt hér á landi 22.8 milljónir lítra árið 1986 en 18.7 milljónir lítra árið 1985. Þetta er um 22% aukn- ing á gosdrykkjafamleiðslu milli ára. Reikna má með því að þessar tölur samsvari nokkurn veginn neyslu á þessum árum þar sem inn- flutt dósagos skekkir ekki myndina að neinu marki fyrr en á þessu ári og birgðir hjá framleiðendum eru yfirleitt litlar í árslok. Ef gert er ráð fyrir því að gosmarkaðurinn verði svipaður að magni til á þessu ári og í fyrra og reiknað með að meðal- verð yfir árið frá framleiðenda sé um 50 kronur á hvern lítra mun gosmarkaðurinn einn og sér fyrir utan ölið velta í ár um 1.1 milljarði króna. En líklegt er það þessi tala verði hærri eða 1.2 milljarðar. Einu opinberu gögnin sem liggja fyrir á þessu ári eru veltutölur á fyrsta ársfjórðungi. Þá var verk- smiðjusalan á öli og gosi 296.5 mill- jónir króna samanborið við 225.2 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 1986. Þetta er um 32% aukning í veltu. Frá mars 1986 til mars 1987 hækkaði verð á öli-og gosi aðeins um 7.3% að meðaltali. Raunaukning í veltu er þannig yfir 20%. Þetta er nokkru minni sala en á síðasta árs- fjórðungi 1986 en þá var salan 357 milljónir króna. Það er ekkert óeðli- legt við það því fyrstu mánuðir árs- ins eru alltaf slökustu sölumánuðirn- ir og jólamánuðurinn hleypir sölunni upp síðasta ársfjórðunginn. Því má áætla að gosmarkaðurinn sé enn að stækka. Ekki er úr vegi að áætla að hann verði á þess ári um 24 milljónir lítra sem þýðir veltu upp á 1.2 mill- jarða. Síðan bætist sala á öli við þá veltu. Þetta er rétt ríflega ársskammturinn af gosi á hvern íslending og þá er hvert mannsbarn tekið með í reikninginn, jafnt ungabörn sem fullorönir. Hver fjögurra manna fjölskyld drekkur þennan skammt fjórfalt. 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.