Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 15
framleiddi áldósir hefði verið fyrir hér á landi er ekki víst að hag- kvæmt hefði verið að framleiða plastdósir." Aðstæður á gosmarkaðnum eru ekki að öllu Ieyti hagstæðar fyrir nýja aðila þótt Davíð sé reyndar eng- inn nýgræðingur á drykkjarvöru- markaðnum. Samkeppni er mikil á markaðnum, þjónustan er góð, vöru- úrval fjölbreytt, hollustusjónarmið- um mætt með dietdrykkjum og mikil þróun í handhægum umbúðum. Hins vegar er markaðurinn í vexti sem er hagstætt fyrir nýjan aðila og afkom- an hefur verið góð miðað við aðrar greinar iðnaðar. Hreinn hagnaður í öl-og gosdrykkjagerð var 4.33% fyrir tekju-og eignaskatt árið 1985, 6.6% árið 1984 og 4% 1983. Nýrri tölur eru ekki fáanlegar. Hvað er markaðurinn stór? Ekki er einfalt mál að skilgreina stærð gosdrykkjamarkaðarins. Ann- að hvort er hann mældur í heildar- veltu eða magni í lítrum. Veltutölur í opinberum skýrslum hafa þann galla að þær sýna ekki aðeins veltu í gos- drykkjum heldur einnig maltöli og pilsner. Tölur um iðnaðarfram- leislu, sem birtast árlega í Hag- tíðindum, eru hins vega sundur- liðaðar eftir tegundum. Heildarvelt- an á öl-og gosdrykkjagerð á síðasta ári var samkvæmt söluskattskýrsl- um um 1.2 milljarðar króna en árið 1985 var veltan um 835 milljónir króna á verðlagi hvors árs um sig. Mælt í lítrum var öl-og gosfram- Ieiðslan hér á landi 25.6 milljónir lítra árið 1986 en 22.2 milljónir lítra árið 1985. Til viðbótar kemur svo innflutningur á óáfengu öli. Ef gosið er tekið eitt og sér var framleitt hér á landi 22.8 milljónir lítra árið 1986 en 18.7 milljónir lítra árið 1985. Þetta er um 22% aukn- ing á gosdrykkjafamleiðslu milli ára. Reikna má með því að þessar tölur samsvari nokkurn veginn neyslu á þessum árum þar sem inn- flutt dósagos skekkir ekki myndina að neinu marki fyrr en á þessu ári og birgðir hjá framleiðendum eru yfirleitt litlar í árslok. Ef gert er ráð fyrir því að gosmarkaðurinn verði svipaður að magni til á þessu ári og í fyrra og reiknað með að meðal- verð yfir árið frá framleiðenda sé um 50 kronur á hvern lítra mun gosmarkaðurinn einn og sér fyrir utan ölið velta í ár um 1.1 milljarði króna. En líklegt er það þessi tala verði hærri eða 1.2 milljarðar. Einu opinberu gögnin sem liggja fyrir á þessu ári eru veltutölur á fyrsta ársfjórðungi. Þá var verk- smiðjusalan á öli og gosi 296.5 mill- jónir króna samanborið við 225.2 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 1986. Þetta er um 32% aukning í veltu. Frá mars 1986 til mars 1987 hækkaði verð á öli-og gosi aðeins um 7.3% að meðaltali. Raunaukning í veltu er þannig yfir 20%. Þetta er nokkru minni sala en á síðasta árs- fjórðungi 1986 en þá var salan 357 milljónir króna. Það er ekkert óeðli- legt við það því fyrstu mánuðir árs- ins eru alltaf slökustu sölumánuðirn- ir og jólamánuðurinn hleypir sölunni upp síðasta ársfjórðunginn. Því má áætla að gosmarkaðurinn sé enn að stækka. Ekki er úr vegi að áætla að hann verði á þess ári um 24 milljónir lítra sem þýðir veltu upp á 1.2 mill- jarða. Síðan bætist sala á öli við þá veltu. Þetta er rétt ríflega ársskammturinn af gosi á hvern íslending og þá er hvert mannsbarn tekið með í reikninginn, jafnt ungabörn sem fullorönir. Hver fjögurra manna fjölskyld drekkur þennan skammt fjórfalt. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.