Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 17
rúma 3.4 milljón lítra. Loks má nefna Soda Stream þykkni. Af því voru framleiddir 585 þúsund lítrar. Með því að margfalda með 8 svarar það til tæplega 4.7 milljón lítra af gosi sem búið er til í heimahúsum. Það svarar til rúmlega 19 lítra gosneyslu á mann til viðbótar þeim tölum sem gefnar eru upp í töflunni en þar er aðeins tekið mið af því gosi sem framleitt er í verksmiðjum hér heima. Hvemig skiptist markaðurinn? Miklar vangaveltur eru ávallt um það hvernig markaðurinn skiptist eða hafi skipst milli gosdrykkjafram- leiðendanna þriggja. Ekki hefur reynst unnt að fá nokkrar tölur staðfestar. Frjáls verslun hefur traustar heimildir fyrir því að heild- arveltan í öl-og gosdrykkjagerð 1985, um 830 milljónir króna, skipt- ist þannig: Vífilfell 55%, Ölgerðin 25.5% og Sanitas 19.5%. Þegar litið er á gosið eitt og sér er talið að hlut- ur Vífilfells sé miklu meiri. Þeir sem til þekkja telja að Vífilfell hafi ver- ið með tvo þriðju af gosmarkaðnum en Ölgerðin og Sanitas hafi skipt einum þriðja nokkuð bróðurlega milli sín. Vífilfell hefur ekki fengist til þess að staðfesta þessa skipt- ingu. Lýður Friðjónsson fjármála- stjóri sagði að það væri stefna fyrir- tækisins að gefa ekki upp sölutölur. Vafalaust hefur Sanitas tekist að auka hlut sinn á markaðnum á þessu ári með dósagosinu en spurningin er hvað mikið. Ragnar Birgisson taldi að markaðshlutdeild Sanitas væri nú komin í um 28%. Jóhannes Tómasson hjá Ölgerðinni sagði að salan hjá þeim hefði aukist um 30% það sem af er árinu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hlut Öl- gerðarinnar í markaðnum. Enginn veit í raun hvað markaðurin stór á þessari stundu. Hver framleiðandi veit bara um sínar tölur og þegar all- ir vilja ekki gefa þessar viðkvæmu upplýsingar verður ekkert sagt með vissu. Þó má álykta að markaðurinn sé að stækka og aukningin hafi frem- ur leitað til Sanitas og Ölgerðarinn- ar. A hinn bóginn mun Vífilfell hefja Davíð og Golíat. Davíð hefur lagt í mlklar fjárfestingar við að framleiða plastdósir. Gosmarkaðurinn er haröur og margir telja að nú hafi Davíð færst of mikið í fang. Að baki Davíös er vélmennið Goliat og enginn veit hvað getur gerst þegar þeir leggja saman, Davíð og Golíat. framleiðslu á dósagosi fljótlega og getur þá beitt sér betur í samkeppn- inni og hugsanlega unnið upp for- skot Sanitas á því sviði. Nýlega setti Sanitas gos á markaðinn í 2ja lítra plastflöskum en eftir er að sjá við- brögð neytenda við þeirri nýjung. í þessari stöðu kemur fjórði fram- leiðandinn inn í myndina og eykur enn á þá spennu og samkeppni sem fyrir var. Hætt er við því að hlutföllin á markaðnum eigi eftir að raskast en hvernig er ógerningur að segja til um fyrirfram. Þar verður spurt að Ieiks- lokum. Þarf 10% af markaðnum „Ég hef nú heyrt það áður að ég væri búinn að tapa glórunni", sagði Davíð Scheving Thorsteinsson for- stjóri Sól hf, í samtali við Frjálsa verslun þegar talið barst að efasemd- um um gosframleiðsluna hjá Sól. „Þetta var sagt þegar ég byrjaði með Soda Stream, sömu raddir heyrðust þegar ég hóf framleiðslu á Svala og reyndar einnig þegar ég var að byrja með jurtasmjörlíkið. Það þótti nú alveg fyrirfram dæmt til að mistak- ast.“ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.