Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 19
Bækur
„Bentum á sérstöðu
þessa þögla miðils“
—segir Ólafur Ragnarsson úgefandi
um vel heppnað markaðsátak bókaútgefenda
Við erum bókmenntaþjóð, á
því leikur enginn vafi. Menn-
ingararfurinn segir okkur það,
svo og kilirnir sem prýða stáss-
stofur íslenskra menningar-
heimila. En á undanförnum
árum hefur bókin átt í vök að
verjast, einkanlega
gagnvart ljósvakamiðl-
unum, myndböndunum
og gróskumikilli tíma-
ritaútgáfu. Sala bóka
dróst verulega saman í
upphafi þessa áratug-
ar, það mikið að ýmsir
fóru að velta því fyrir
sér hvort við værum að
verða fyrrverandi bóka-
þjóð. Þá þróun gátu
menn ekki sætt sig við
og tóku því bókaútgef-
endur og aðrir hags-
munaaðilar í bóka-
greinum höndum sam-
an um að gera átak til
þess að snúa vörn í
sókn. Árangur þess
starfs hefur smám sam-
an verið að koma í ljós
með aukinni bóksölu og
viðameiri bókaumfjöll-
un.
Frjáls verslun hafði sam-
band við Ólaf Ragnarsson
bókaútgefanda hjá Vöku-
Helgafelli, ritara Félags íslenskra
bókaútgefenda og formann Bóka-
sambands Islands og spurði hann út
í þessi mál.
„í raun og veru er ekki um sér ís-
lenska þróun að ræða,“ sagði Ólafur.
„Svipað hefur verið að gerast í flest-
um nágrannalanda okkar á síðustu
árum. Bóksala fór að dragast saman
á meginlandi Evrópu um miðjan síð-
asta áratug og var í lægð um skeið
en hefur aukist hröðum skrefum á
undanförnum fimm árum. Samdrátt-
urinn hófst nokkru siðar hér á landi
og sama má segja um uppsveifluna.
Hér á landi varð hún tveimur til
þremur árum á eftir nágrannalönd-
um okkar.“
Hvaða skýringar eru á þessari
þróun?
„Ljóst þykir að síaukin fjölmiðlun
og vaxandi barátta um frítíma fólks
hafi valdið mestu um samdráttinn og
kannanir hafa reyndar staðfest það.
Tilkoma myndbanda til almennings-
nota sagði mjög til sín og í stað þess
að grípa í bækur á kvöldin sögðust
menn horfa á eftirlætismyndirnar
sínar á myndböndum. Tölvunotkun
á heimilum tók einnig sinn skerf af
frístundum og aukið frelsi í
útvarps- og sjónvarpsmál-
um varð til þess að stöðv-
um fjölgaði og úr fleiru
varð að velja en áður til
dægrastyttingar. Þessi
tæknibylting varð örlitlu
seinna hérlendis en í grann-
löndunum en heltist hins-
vegar yfir okkur af mun
meiri krafti eins og vant er
þegar Islendingar komast í
feitt. Hér verður miklu
meira æði í kringum nýj-
ungar en víðast annars
staðar enda erum við ein-
staklega nýjungagjörn
þjóð. En þessu fylgir einn-
ig að bylgjurnar ganga
hraðar yfir hérlendis og
jafnvægi kemst tiltölulega
fljótt á aftur.“
Nú virðist sem bókaút-
gefendum hafi tekist að
styrkja stöðu bókarinnar í
öllu þessu umróti. Má ef til
vill segja að bókin hafi ver-
ið markaðssett að nýju?
„Réttar væri ef til vill að
segja að ný afstaða hafi verið tekin
varðandi markaðsetningu bókarinn-
ar. Ymsar nýjungar á sviði kynning-
ar hafa verið reyndar og auglýsinga-
stefnu breytt að nokkru leyti. Við
gátum á ýmsan hátt nýtt okkur
reynslu annarra þjóða við að snúa
vörn í sókn og reyndum í því sam-
19