Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 39

Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 39
AUGLYSINGAGILDI TÍMARITA Til þess að gera sér grein fyrir auglýsinga- gildi tímarita, þarf að finna út hver LESNI þeirra er eða LESNIEININGAR. LESNI- EININGAR þessar eru að áliti erlendra sér- fræðinga mælikvarði á það sem fæst fyrir auglýsingu í tímariti eða dagblaði. Þær eru fundnar út með því að margfalda fjölda seldra eintaka með fjölda einstaklinga sem lesa hvert eintak. Sú útkoma er síðan margfölduð með sérstökum greiningarstuðli sem greinir tímarit frá til dæmis dagblaði. Útkoman sem er LESNIEININGAR er þá þannig reiknuð: *) **) ***) ****j Dagblað/ Upplag/ Lestur á Greiningar- Lesni- Tímarit: seld eintök: hvert eintak: stuðull: einingar: Dagblað 40.000 X Tn X 1,0 - 67.500 Tímarit 17.000 x 4.5 x 2.0 = 153.000 Þannig mæla erlendir sérfræðingar áhrifamátt auglýsinga í dagblöðum og tímaritum. *) Seld eintök **) Fjöldi einstaklinga sem les hvert selt eintak. í könnunum sem eru vísinda- lega unnar, erlendar og einnig inn- lendar, hefur það komið fram að 4—6 einstaklingar lesa hvert selt eintak af tímariti. í sams konar könnunum hef- ur það komið fram að hvert selt eintak af dagblaði er lesið af 1,3 —1,7 ein- staklingum. í íslenskri könnun (Nýtt líf) kom fram að 4,5 lesendur eru að hverju seidu eintaki af því blaði. ís- lensk könnun varðandi dagblöðin hefur ekki verið gerð. Gera má þó ráð fyrir að svipuð niðurstaða yrði hér og víða erlendis. Greiningarstuðull er settur inn til að greina á milli eðlis rita. Þannig er stuðullinn 1 oft notaður fyrir dagblöð og 2 fyrir tímarit. En talið er að tímarit sé miklu „fastar" lesið en til dæmis dagblað. Flett sé fljótlega yfir dagblað en tímarit skoðað vandlega. Sami les- andi grípi tímaritið aftur til lestrar og skoðunar en ekki dagblaðið. Lesnieiningar eru þær einingar sem fengnar eru með margfeldisamtölu seldra eintaka, lesturs á hverju seldu eintaki og greiningarstuðli. Þær eru síðan bornar saman við svipaðan út- reikning á lesnieiningum annarra miðla. Frjálst framtak

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.