Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 40
Litiö á panel með Jóni Jónassyni verkstjóra í timburvinnslunni einhverja nýja hluti til heimilisins. Við munum því sinna almennum neytendum í þessari verslun en ein- beita okkur meira að fagmönnunum í versluninni á Nýbýlaveginum." Ef til vill hafa menn ekki gert sér grein fyrir stærð BYKO en það eru ekki mörg fyrirtæki á íslandi sem velta yfir einum milljarði á ári. BYKO var í 45. sæti á síðasta lista Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtækin á Islandi og í skýrslum Hagstofunnar um helstu vöruinn- flytjendur á síðasta ári kemur í ljós að BYKO er í 11. sæti yfir innflytj- endur ef miðað er við verðmæti en í 10. sæti ef miðað er við magn. Heild- arinnflutningurinn 1986 var 1.541.815 tonn að verðmæti 45.905 milljónir (Cif). Þar af flutti BYKO inn rúm 22 þúsund tonn af vörum að verðmæti 466,3 milljónir króna. „Satt best að segja gerðum við okkur ekki grein fyrir því hvað við vorum með stóran hluta af innflutningnum fyrr en við sáum þessar tölur í Hag- tíðindum", sagði Jón Helgi. — Hver er markaðshlutdeild BYKO? „Við vitum ekki sjálfir hver mark- aðshlutdeild okkar er nákvæmlega. Það fer líka eftir því við hvað menn vilja miða. Við getum áætlað að markaðshlutdeild okkar sé um 20% en það er ef til vill betra að líta á þessa tölu sem ágiskun frekar en einhverja staðreynd. I sjálfu sér er það ekki markmið hjá okkur að ná ákveðinni markaðs- hlutdeild. Aðalmarkmið okkar er að vera áfram leiðandi byggingavöru- verslun og taka virkan þátt í upp- byggingu og þróun samkeppnishæfs byggingaiðnaðar í landinu. Við vilj- um gera þetta með því að leggja áherslu á þjónustu, góðan starfs- anda, aðbúnað og menntun starfs- fólks. Ennfremur hagkvæmni og góða afkomu í rekstri. Það má segja að þessi áhersluatriði hafi hjálpað okkur til að veiða stórir á markaðn- um og stærðin hjálpar okkur síðan til þess að ná frekari árangri.“ Skógrækt Áhugamál Guðmundar í BYKO fiskeldið er að verða drjúg aukabú- grein hjá fyrirtækinu. BYKO er nú að leggja öðru áhugamáli hans lið, skógræktinni. Fyrirtækið hefur keypt jörðina Drumboddsstaði í Biskupstungum og þar verður meðal annars aðstaða fyrir starfsfólk BYKO. Ætlunin er að hefja skóg- rækt á jörðinni til ánægju og útivist- ar fyrir starfsfólk. „Það stendur okk- ur ef til vill næst sem timbursölum að styðja við bakið á skógrækt á ís- landi“, sagði Jón Helgi. „Þetta verður þó ekki atvinnugrein hjá okkur þótt við trúum því að hægt sé að rækta nytjaskóga á íslandi. Það þyrfti ekki nema 3 þúsund ferkílómetra skógarsvæði til þess að fullnægja allri timburþörf þjóðarinnar og það er ekki stærra svæði en svo að við gætum auðveldlega orðið sjálfum okkur nógir um timbur. En í þessu veiðimannaþjóðfélagi, þar sem menn vilja sjá árangur erfiðis síns strax á stundinni, eru ekki margir sem hugsa í áratugum og eru tilbúnir til að leggja fram fé sem skilar ekki arði fyrr en eftir nokkra áratugi", sagði Jón Helgi. Við látum spjallinu við Jón Helga lokið með þessum orðum. Eflaust er von til þess einhvem tíma í framtíð- inni að hann þurfi ekki að fara út fyr- ir landsteinana til þess að kaupa timbur fyrir BYKO. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.