Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 43

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 43
Skömmu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, voru ung hjón að hefja sinn búskap suður í Kefla- vík og áttu lítið annað en sitt góða skap, bjartsýni og von, til að heyja lífsbar- áttuna, sem sannarlega var þyngri þá en nú. Árið 1947 eignuðust þau hjón sinn fyrsta son, og á þrettán árum voru syn- irnir orðnir níu. Þetta heiðursfólk, sem um ræðir voru þau hjónin Ragnar Guðmundur Jónasson frá Súgandafirði og Bjarn- heiður Hannesdóttir úr Keflavík. Ragnar kom ungur að vestan úr hinni mestu fátækt, þekkti engan syðra, en var fljótur að koma sér vel meðal ókunnugra, kynntist konuefni sínu og festi sitt ráð. Aðeins 31 árs og 33 ára að aldri voru þau hjónin foreldrar níu efni- legra sona, en höfðu orðið fyrir þeirri þungbæru sorg að missa einn þeirra barn að aldri í bílslysi. Fjölskyldan bjó lengst af í 60 fermetra húsnæði að Kirkjuvegi 4 í Keflavík, litlu og snotru húsi, sem var komið til ára sinna. Húsið var síðast notað sem vinnuskúr fyrir byggingamenn við Sparisjóðshúsið nýja í Keflavík og var síðan rifið. Þar hvarf æskuheimili þeirra Ragnars- bræðra, sem hafa í dag haslað sér völl í viðskiptalífinu og eiga þar góðu gengi að fagna svo eftir er tekið. FRJÁLS VERSLUN hitti þá bræð- ur að máli nýlega til að kynna sér lífshlaup þeirra. Áreiðanlega er það óvenjulegt að af átta bræðrum skuli sjö starfa sjálfstætt, og sá yngsti í ábyrgðarstarfi hjá bræðrum sínum. Okkur telst svo til að fyrirtæki bræðranna hafi velt alls um 700 mill- jónum króna á síðasta ári, og að hjá þeim hafi starfað allt að 140 manns i föstu starfi. Væri þetta eitt fyrirtæki hefði það verið vel staðsett á lista Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins í fyrra. Texti og myndir: Jón Birgir Pétursson Okkur lék forvitni á að heyra meira um uppvöxt þeirra bræða í Keflavík. Þeir sögðu okkur að í hús- inu við Kirkjuveg hefði verið þröngt, sofið á næstum hverjum ferþuml- ungi, í kojum, sófum og dívönum, jafnvel fjórir bræður í einu og sama rúmi. Auk þeirra átti heimili hjá þeim móðuramman, Arnbjörg Sigurðar- dóttir, og auk þess stóð heimilið ævinlega opið þeim sem minna máttu sín. Þannig hafði einstæðings- kona ein sem bjó í bænum við hinar ömurlegustu aðstæður, alltaf húsa- skjól hjá fjölskyldunni, þegar vetrar- veðrin gerðust hörð. Og þar var alltaf pláss til leikja og þar voru jafnvel stundaðar smíðar, ef svo bar undir. „Sjómennskan freistaði mín alltaf, enda þótt ég færi í húsasmíðina“, sagði Ragnar Ragnarsson, 39 ára gamall, og elstur þeirra Ragnarsbræðranna í Keflavík. Hann starfaði í 14 ár við Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli og hætti þar 1979. Með starfi sínu hafði hann ráðist í trilluútgerð ásamt öðrum og gerðu þeir félagar út frá Sandgerði. Auk þess var Ragnar eins og aðrir ungir menn að koma þaki yfir sig og fjölskyldu sína. Ragnar segir okkur skemmtilega sögu af því framtaki. Hann var orð- inn þreyttur á byggingabaslinu árið 1968 samhliða öðrum störfum. Hann hafi því hálft í hvoru tilkynnt að hann mundi leggja bygginguna á hilluna í bili, en kaupa trillu fyrir húsnæðis- lánið! Hans betri partur mótmælti þessu ekki og það gekk eftir, lánið frá Húsnæðismálastjóm fór í að kaupa trilluna, en eitthvað þurfti að fresta því að flytja í nýja húsið um En þeir bræður em sammála um að þrengslin hafi ekki gert annað en að auka á samheldni þeirra, þeir hafi alla tíð verið miklir vinir og sam- herjar og verði alla sína ævi. Þó em þeir bræður næsta ólíkir í útliti og hátt, hver með sinu snitti ef svo má segja. Þeim bræðrum ber saman um að foreldrarnir hafi verið dugleg að inn- prenta þeim að verða sjálfum sér nógir í lífinu. Það er athyglisvert að sjö þeirra fóru ungir í nám í bygging- ariðnaðinum, og luku því og störfuðu allir í byggingargreininni framan af, enda þótt leiðir þeirra sumra ættu eftir að liggja annað. sinn. Með honum í þessari útgerð var Jón Norðfjörð, sem nú er fram- kvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suð- umesja í Njarðvík. Við heyrðum þá sögu að þeir hefðu verið sérdeilis fisknir, og það kom reyndar í ljós í þessari trilluút- gerð félaganna, því strax um vorið, tveim mánuðum eftir að þeir keyptu, áttu þeir trilluna skuldlausa. Þeir höfðu lent í einstakri aflahrotu, fengu 27 tonn á einum mánuði, en það mundi trúlega gera 1,3 milljónir króna samkvæmt markaðsverði fisk- markaðanna í dag. Og að sjálfsgöðu stækkuðu þeir við sig um haustið, seldu 5 tonna trilluna Birgi og keyptu Bjarma sem var 7 tonn. Gekk útgerðin mjög í haginn, en bátinn seldu þeir 1973, þegar Ragnar gekk til liðs við bræður sína tvo, Hannes og Jónas og stofnaði byggingafyrir- tækið Bræðraborg, sem byggði mik- ið þau tvö ár sem það var við lýði, en Jónas keypti það fyrirtæki af bræðr- um sínum, sem hurfu til annarra við- fangsefna. Ragnar hélt sig við sjóinn sem fyrr meðfram fastastarfinu á Vellinum. Árin 1974 til 1976 leigði hann sér báta, en 1978 keypti hann plast- skrokk, sem hann byggði yfir um vet- Ragnar Ragnarsson útgerðarmaður: Keypti trillu fyrir húsnæðismálalánið 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.