Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 49

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 49
við íþróttaleikvang bæjarins og rétt vestan við Fjölbrautaskólann. Þetta er mikið verkefni, sem á að skila fok- heldu eftir nákvæmlega eitt ár. Þá er Húsanes sf. að byggja við Fjölbrautaskólann, 800 fermetra húsnæði, sem verður að vera tilbúið til notkunar, þegar skólaárið hefst í haust. Fleiri verkefni eru þeir með í Keflavík: Þvottastöð fyrir Aðalstöð- ina h.f. og fjögur parhús sem verið er að byggja í sumar og þegar er farið að selja. Þá er loks að geta verkefnis utan- bæjar, það er laxeldisstöð fyrir Fjallalax að Hallkelshólum í Gríms- nesi, en eigendur eru Gísli Hendriks- son og Hörður Falsson ásamt norsk- um aðilum, stórverkefni. Hermann Ragnarsson er þekktur í Keflavík fyrir pólitíska þátttöku sína. Hann er formaður Alþýðuflokksfé- lags Keflavíkur og við heyrðum það á mörgum í bænum að fítonskraftur formannsins hefði lyft krötum svo mjög í bæjarstjórnarkosningunum s.l. ár að þeir fengu kjörna 5 bæjar- fulltrúa og ráða núna yfir meirihluta í bæjarstjórninni. Jafnframt dreif Hermann ásamt stjórn sinni í að reisa flokknum almennilega félags- aðstöðuí bænum. Ekki vill Hermann þó gera mikið úr pólitísku starfi sínu og kveðstekki eiga nemalítinn hlut í hinni góðu kosningu. Og Hermann og félagar hans eiga sér ýmis hugðarefni. Þeir vilja nýta krafta sína og fyrirtækisins í því skyni að byggja hentugar íbúðir fyrir eldri borgarana. Þeir benda á að mesti auður í óveðsettum eignum á íslandi í dag sé hjá þeim sem eru 65 ára og eldri, en yfir 90% þeirra eiga skuldlausar eða skuldlitlar eignir og þetta fólk eigi rétt á að vera sjálfs sín herrar, en ekki að þurfa að bíða eftir úthlutun hjá ríki og bæ um að kom- ast í vemdaðar þjónustuíbúðir. Eigendur Húsaness sf. hafa því reiknað út möguleika á því að koma á spánnýju fyrirkomulagi í þessum efnum, ekki ósvipuðu því sem nú er reynt af Sunnuhlíðarsamtökunum í Kópavogi, enda sé vart byggt fyrir aldurshópinn frá 65 ára og þaðan af eldri á íslandi í dag. Þeir félagar segj- ast álíta að einmitt þessi aldurshópur vilji kaupa heppilegar íbúðir, vandað- ar og vel búnar. Ekki vilja þeir viðra hugmyndir sínar of náið að sinni, en þær hafi verið kynntar bæjaryfir- völdum og bönkum, og lítist mönn- um vel á þær. Þama geti farið saman hagsmunir allra aðilanna, og orðið til þess að létta mjög útgjöld ríkis og bæjar í framtíðinni. Halldór Ragnarsson segir að sam- keppnin í byggingabransanum sé mikil og að allt of lág verð séu í gangi á markaðnum. Mörg fyrirtæki hafi síðan brennt sig á of miklum niður- boðum og farið hreinlega á hausinn. Þetta er varasamur markaður, marg- ir em kallaðir, en ótrúlega margir hverfa líka aftur og hafa brennt sig illa í þessum bransa. „Þetta er talsvert erfitt í þessum rekstri, og ég held að okkur öllum félögunum hafi dottið það í hug oftar en einu sinni að betra væri nú að vera í vinnu hjá einhverjum meistar- anum og eiga þá áhyggjulausa til- vem heima fyrir“, segir Halldór og lítur til bróður síns, sem samþykkir. Á tímabili áttu þeir félagarnir byggingavömverslun í Keflavík ásamt fleirum. En sá rekstur gekk engan veginn upp, — tímasetningin var röng, byggingaframkvæmdir voru í lágmarki, ekki síst á Suður- nesjum og fyrirtækið tapaði fé og var loks lagt niður. I Húsanesi sf. sér Hermann um fjármálin og skrifstofuhaldið, sem er talsvert að umfangi, og hafa þeir nýlega tekið tölvu í sína þjónustu og eiga eftir að taka í notkun ýmsa þá möguleika, sem tölvan gefur þeim. Halldór og Margeir sjá hinsvegar um stjórnun á byggingastöðunum. „Þetta er allt mjög lýðræðislegt hjá okkur félögunum, — við hittumst á fundi einu sinni í viku í það minnsta og ræðum ailt í botn. Við tökum ákvarðanir sameiginlega og skiptum með okkur verkum. Þetta gengur vel fyrir sig“, sagði Halldór. Framundan hjá þeim félögum er ýmislegt, m.a. að byggja á lóð sem þeir eiga í Ártúnsholti í Reykjavík ásamt Guðmundi kaupmanni í Star- mýri bróður þeirra Halldórs og Her- manns. Þama mun rísa mikil bygg- ing með verslanamiðstöð og allmörg- um íbúðum, en verið er að teikna þetta hús. Það er ekki fyrsta fram- kvæmd fyrirtækisins í Reykjavík, því það var einmitt Húsanes sf. sem byggði menningarmiðstöðina Gerðu- berg í Breiðholti, en oft benda for- ráðamenn Reykjavíkurborgar til þeirrar framkvæmdar með nokkm stolti sem eðlilegt er, enda afburða mikið og gott mannvirki. 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.