Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 51
Guðmundur sagði að hann hefði
keypt af þeim Víðisbræðrum rekstur
þeirra í Starmýri að loknum talsverð-
um samningaviðræðum. Um kaup-
verðið vildi hann ekki ræða, það
hefði verið samið um að viðra það
ekki, en að sjálfsögðu væru upplýs-
ingar um verðið hjá skattayfirvöld-
um.
„Ég varð að selja allt mitt, — átti
reyndar ekkert eftir af eignum annað
en einn bíl, sem kom reyndar ekki til
af góðu, því að ég gat ómögulega
losnað við hann, því enginn kaup-
andi fékkst. I staðinn á ég þessa eign
hérna, þúsund fermetra verslanahús-
næði á tveim hæðum, þetta er mikil
og góð eign.
Auðvitað vissi ég að þetta gæti
orðið erfitt. En ég verð þó að segja að
þetta hefur gengið vonum framar.
Viðskiptavinunum hefur fjölgað
mjög verulega. Frá því í mars 1986
til sama mánaðar í ár, hafði veltan
aukist um 90% hjá mér, svo ég get
vel við unað, því verðbólgan á þessu
tímabili var ekki nema 25%“.
Guðmundur sagði að hann legði
mjög ríka áherslu á gott vöruval í
búðunum, ekki síst á fallegt kjötborð
og fyrsta flokks kjöt. Sagði hann að
Ragnar Sigurðsson kjötiðnaðarmað-
ur verslunarinnar ætti mikið hrós
skilið fyrir stjórn kjötdeildarinnar.
Þá sagði Guðmundur að mikil
áhersla væri lögð á hreinlegt og
snyrtilegt umhverfi. Verslunin aug-
lýsir talsvert, einum um of í fyrra,
sagði Guðmundur. Sagðist hann
núna vera hálf ráðvilltur, svo erfitt
væri að velja fjölmiðla til að flytja
auglýsingarnar.
Hjá Versluninni Starmýri starfa
18 manns í föstu starfi, 14 í aðalbúð-
inni, en 3 í útibúinu í Árkvöm. Versl-
unarstjóri er Margrét Runólfsdóttir,
en hún var áður hjá Víði og öllum
hnútum kunnug. Þá sér Sigrún
Kristjánsdóttir, eiginkona Guðmund-
ar, um bókhald verslananna og hefur
sér til fulltingis tölvu, sem gerir
kaupmanninum mögulegt að fá
uppgjör mánaðarlega, sem er ekki
lítið atriði í rekstri sem þessum.
Guðmundur sagði að margar nýj-
ungar væru að brjótast í honum, m.a.
sú að afleggja lagerhald, en koma
vörum fyrir jafnóðum og þær berast
í hillum í versluninni. Einnig stefndu
þeir Jónas og Hannes, bræður hans
að því að samræma innkaup verslan-
anna meira en gert hefur verið, en
verslanirnar hafa í mörgum tilfellum
keypt inn saman, báðum til hags-
bóta.
Guðmundur og Sigrún fluttu til
Reykjavíkur eftir að þau gerðust hús-
bændur í Starmýrinni, áður hafði
Guðmundur ekið fram og til baka í
bílasöluna í Skeifunni. „Það var
Hafnargatan í Keflavík
iðar daginn langan af lífi
og athafnagleði. Þetta er
aðalgata Suðumesjabúa
með tugi verslana og þjón-
ustustofnana. Að Hafnar-
götu 17 á efri hæð hittum
við að máli einn Ragnars-
bræðra, Sigurð 27 ára, en
hann rekur þaraa Eigna-
miðlun Suðurnesja. Húsið
var áður lögreglustöð
skrítið fyrst í stað að vera utan Kefla-
víkur, en vandist vel. Annars er sam-
keppnin hérna í Reykjavík meiri en
nóg, en þó barnaleikur miðað við það
sem bræður mínir þurfa að kljást við
suðurfrá.“
Við spurðum Guðmund að lokum
um áhugamálin.
„Þau eru hin sömu hjá okkur öll-
um, bræðrunum, vetrarferðir á jepp-
um, og skíðaiðkun".
bæjarins, en Hannes
Ragnarsson, sem stofnaði
og átti fasteignasöluna,
innréttaði og lagfærði
húsið þannig að af því er
mikill sómi í dag.
„Það er allt á uppleið núna“, sagði
Sigurður Ragnarsson í spjalli við
Frjálsa verslun. „Það var samdráttur
í tvö ár, hann kann að vissu marki að
vera varanlegur, en eftir að nýja
lánakerfið var tekið upp, kom mikill
og góður kippur í söluna. Ég finn að
Sigurður Ragnarsson fasteignasali:
Auðvitað á milljóna
samningur að vera
ritvillulaus
Sigurður Ragnarsson fasteignasali og Valdís Inga Steinarsdóttir.
51