Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 56
Óskafyrirtæki markaðsstjórans er að sjálfsögðu eins og lýst er í lið 3. Þar má helst ætla að hann komi að raunverulegum notum við heildar- skipulagningu markaðsstarfsemi fyr- irtækisins og að hann hafi nægileg áhrif innan þess til að virka sem „prímusmótor“ í starfseminni og stuðla að samhæfðri og markvissri starfsemi fyrirtækisins í markaðs- og framleiðslumálum. Hlutverk markaðsstjóra Skoðanir voru nokkuð skiptar á því hvert hlutverk markaðsstjóra ætti að vera. Töldu sumir að í raun væri allt tal um markaðsstjóra hé- gómi, því hann væri oftar en ekki einungis silkihúfa upp af sölustjóra og hefði ekkert annað hlutverk en að naga blýanta og flækjast fyrir störf- um sölumanna. Voru nefnd dæmi um slíkt, þar sem markaðsstjóri hafði starfað um nokkurra mánaða Töldu sumir aö markaöstjóri væri aöeins silkihúfa upp afsölustjóra skeið, án þess að um hann væri vitað hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Hér væri oft um að ræða einhverja menntaða viðskiptafræðinga sem aldrei hefðu nálægt sölustörfum komið og næðu engum tengslum við sölustarfsemi fyrirtækjanna. Flestir voru þó á því að hlutverk markaðsstjórans væri bæði mikil- vægt og viðamikið ef rétt væri á mál- um haldið. Voru í því sambandi eink- um 3 meginhlutverk nefnd: 1. Markaðsstarfsemi. Yfirstjóm markaðsstarfsemi fyrirtækisins. í því felst ekki einungis sölumennska, heldur einnig stöðugar rannsóknir á markaðnum, samkeppnisgreining og yfirleitt allt það sem aflar og nýtir fullkomna þekkingu á markaðnum og þörfum hans. Hér er oft um viða- mikla starfsemi að ræða, einkum í stórum fyrirtækjum, þó að á íslandi séu verkefni af þessu tagi ekki enn talin sjálfsagður hlutur. 2. Stefnumótun. Þar sem starf- semi markaðssinnaðra fyrirtækja tekur fyrst og fremst mið af mark- aðnum og samkeppninni, hefur markaðsstjórinn mikilvægu hlut- verki að gegna í stefnumótun fyrir- tækisins, þar sem hann býr yfir mik- illi þekkingu á grundvelli slíkrar stefnumótunar, ef vel á að vera. Flestir töldu að þetta hefði í för með sér, að markaðsstjórinn ætti að vera hluti af yfirstjórn fyrirtækisins. 3. Samhæfing. Talið var að mark- aðsstjórinn væri einn af fáum starfs- mönnum fyrirtækja sem skipulags- lega starfar í allar áttir. Hann sam- ræmir sjónarmið hinna ýmsu deilda fyrirtækisins og þarf því oft að ná góðu sambandi, ekki einungis við yfirmenn og undirmenn, heldur einnig stjórnendur á sama skipulags- stigi. Hann þarf að hafa óformleg völd að þessu leyti, til að slík sam- hæfing heppnist. Slík völd, eða öllu heldur áhrif, verður markaðsstjórinn að skapa sér sjálfur innan fyrirtækis- ins með því að afla stuðnings á sem flestum sviðum fyrirtækisins. Staða innan skipulagsheildar Talsverðar umræður urðu um hvar staðsetja ætti markaðsstjórann innan skipulags fyrirtækja. Einkum voru skiptar skoðanir á því hvort hann ætti að hafa mannaforráð, þ.e. að stjóma markaðsstarfsemi fyrir- tækisins, eða hvort hann ætti að vera eins konar stoðdeild með sérfræði- stimpil. Þegar málin voru rædd í ljósi þess sem áður hefur komið fram, varð all- VEISLCI- ELDHCJS SKÚTAHRAUNI 17d 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 53706 Gæða-mat sf. útbýr mat fyrir hvers konartækifæri, alltfrá gómsætum snittum upp í Ijúffengan og glæsilegan veislumat. Hitabakkar fyrir fyrirtæki, sendingarþjónusta. Smurt brauð og snittur, brauðtertur, heitur veislumatur og köld borð. Tökum einnig að okkur að sjá um veislur, bæði stórar og smáar. Öll framleiðsla í háum gæðaflokki í umsjá færustu matreiöslumanna. Fljót og góö þjónusta á afar hagstæöu verði. Kristinn Jóhannesson heimasími — 53618 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.