Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 8

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 8
HEYRT OG SÉÐ NÝ TEGUND VÖRU- SÝNINGA Stór og vegleg vöru- sýning sem eingöngu fjallar um þaö dýrasta sem boðið er uppá á markað- inum hefði líklega valdið pólitísku uppþoti fyrir 10 árum síðan, a.m.k. í helstu borgum Evrópu, ekki síst í Stokkhólmi. En nú er öldin önnur ef marka má fregnir sem segja frá opnun s.k. lúxussýningar í Sollentuna við Stokkhólm. Sýningin nefnist „Quality 88“ og er sögð vera spegill nútímans. Þar sýna 40 valdir aðilar margt sem dýrast er á markaðinum og fyrrum átti aðeins að vera á færi flugríkra að kaupa. Dæmi: Maserati Karis, en það er sportbíll á húsverði, Porsche 911 Carrera og 944 Turbo, Criscraft Racer, en það er lúxushraðbátur, Patek Phillippe lúxusúr, allskonar skartgripir, dýr vín, svo sem kampavínið Cuvée Louise Pommery, kínverskt postulín, silfurmunir, pelsar, málverk og síðast en ekki síst hljómflutningstæki af gerö- inni Mclntosh sem kosta vel á þriðju milljón. ÓVINUR EGGJABÆNDA NR. 1! I Bandaríkjunum hafa verið framleidd ferköntuð hænuegg í metratali í næstum tvo áratugi og þykir ekki fréttnæmt lengur þótt íslendingar hafi senni- lega haldið að þetta væri aðeins venjulegur brandari. Nú hafa bandarískir vísindamenn þróað gervi- egg sem inniheldur ekkert kólesteról og mun færri hitaeiningar en venjuleg hænuegg. Það erá rannsóknastofum fyrirtækisins Bon Dente í Lynden sem þróunarstarf hefur borið þennan árangur. Gervieggið hefur þegar verið prófað. Helmingur þeirra sem bragðaði á gervieggi og venjulegu, án þess að vita hvort væri hvað, taldi sig finna bragð- mun. Gervieggið er framleitt úr hráefnum sem þegar eru þekkt og notuð í matvælaframleiðslu og á að vera hægt að nota á sama hátt og hænuegg. Gervieggið nýtur nú þegar einkaleyfisverndar en hefur ekki enn verið samþykkt sem söluvara af Matvæla- og lyfjaeftirlitinu bandaríska. HP TÆKI FELLDU BEN JOHNSON í SEOUL Þau tæki sem notuð voru til efnagreiningar og mælinga vegna lyfja- prófana í Seoul á nýaf- stöðnum Ólympíuleikum eru framleidd af Hewlett- Packard. Þessi tækjabún- aður mun vera einn sá fullkomnasti sinnar tegundar enda gerðar til hans miklar kröfur eins og fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla af „dópmálum" sem upp IÐUNN KEYPTI EKKI TÖLVULAND í dagblöðum var sagt frá því í fyrra mánuði að bókaforlagið Iðunn hefði keypt Bókabúð Braga í Reykjavík. Það kom ekki jafn greinilega fram að sá hluti fyrirtækisins sem seldur var Iðunni er aðeins bókaverslunin. Tölvudeild Bókabúðar Braga, sem reyndar nefnist Tölvuland, verður áfram rekin af Guðmundi H. Sigmundssyni og eiginkonu hans, Raghildi Bender. Tölvuland verður áfram á sama stað að Laugavegi 116 og mun selja Amstrad tölvur og önnur tölvutæki og hugbúnað af engu minni krafti en áður. komu með tilheyrandi „afrekunT og eftirköstum. Tækjabúnaðurinn var notaður til að greina og mæla 100 ákveðin efni og nokkur hundruð afleiddra efnasambanda og kostaði upp kominn í Seoul um 2 milljónir dollara en þar að auki mun Hewlett-Packard hafa lánað Kóreumönnum tölvubúnað sem er um einnar milljónar dollara virði og var notaður til ýmissa verkefna í tengslum við leikana. Á lyfjarannsóknarstof- unni á Ólympíuleikunum voru notuð 42 greiningar- tæki frá HP auk annarra tölvutækja og þar fóru fram stöðugar lyfjaprófanir á þvag- og blóðsýnum þann tíma sem leikarnir stóðu, ekki aðeins á sýnum úr þeim sem hlutu gullverð- laun eins og halda mátti af fjölmiðlaumræðunni, heldur á sýnum úr fjölda annarra keppenda. Próf- anir skiptust í 5 aðalflokka eftir því að hvaða efnum leit var beint og unnu 50 manns að staðaldri við prófanirnar á þrískiptum vöktum. Margir þeirra Kóreumanna sem unnu við lyfjaprófin höfðu verið í þjálfun hjá HP í Bandaríkjunum og í Kóreu, sumir í 3 ár en sá sem veitti prófunarstöðinni forstöðu var Dr. Jong-Sei Park, eiturefnafræðingur sem starfar við University of Maryland í Bandaríkjunum. Ein þeirra tækninýjunga frá HP sem auðveldaði lyfjaprófin og er sögö hafa aukið áreiðanleika þeirra er búnaður sem notar há- orkujóna til að aðgreina efnasýni og þekkja sameindir þeirra með eins konar fingrafaratækni. Búnaðurinn notast við mjög hraðvirkan gagna- grunn en með þessu móti er hægt að greina og mæla magn um 70 þúsund efna og efnasambanda á skemmri tíma en einni mínútu. 8

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.