Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 13
DÖNSK KAUPSKIPA- ÚTGERÐ BLÓMSTRAR Farmgjöld á alþjóöasiglingaleiöum hafa hækkað um 70-80% á síðustu árum. Samtímis hefur heimsverslun aukist og olíuverð lækkað. Dönsk kaupskipafélög hafa notið góðs af þessu með auknum flutningum og lækkandi rekstrarkostnaði og eru rekin með miklum hagnaði og fyrirsjáanlegur er enn meiri hagnaöur af rekstrinum árið 1989. Auk fyrrgreindra ástæðna eru tvö veigamikil heimatilbúin atriði sem skipta máli, annars vegar stöðugleiki í dönsku efnahagslífi og hins vegar nýtt skráningar- kerfi sem tekið hefur verið upp samhliða því að danskir sjómenn eru undanþegnir tekjuskatti. Opið skráningarkerfi og skattaívilnanir til danskra farmanna hafa verið helstu baráttumál Knut Pontoppidan, fram- kvæmdastjóra samtaka danskra kaupskipaút- gerða, sl. 3 ár. DIS (Denmark’s International Shipregister) er skráningarkerfi sem hefur gert það að verkum að nú eru um 90% af öllum kaupskipum sem stunda millilandasiglingar og eru í eigu danskra aðila skráð í Danmörku. Það sem einkennir DlS-skráningar- kerfið er að það er aðeins opið skipum í millilanda- siglingum sem eru í eigu danskra ríkisborgara og er ekki opið útlendum fyrir- tækjum eins og það norska. Skattaívilnanir til danskra sjómanna hafa lækkað launakostnað kaupskipaútgerðar um 35% og gert það að verkum að atvinnuleysi meðal danskra farmanna hefur stórminnkað. AMSTRAD STÆRST í EVRÓPU Amstrad fyrirtækið breska hefur náð ótrúleg- um árangri í sölu á Evrópumarkaði sem sést á því að fjórða hver PC tölva sem seld er í Evrópu er PC 1512 eða PC 1640, en það eru IBM PC samhæfðar tölvur frá Amstrad. Amstrad hefur þannig náð 25% markaðarins í Evrópu og er þar með 11% forskot á IBM sem er með næstmesta sölu PC tölva. Amstrad virðist ekki eiga í miklum erfiðleikum með að sækja fram á fleiri en einni vígstöð ef marka má fréttir í bresku pressunni. Sem dæmi var frá því sagt fyrir nokkru að Amstrad hefði samið um og keypt sérstakt leyfi af IBM til að nota einkaleyfi IBM („Patent cross licence agreement"), þar á meðal þau sem snerta PS/2. Talsmenn IBM I Bretlandi hafa tekið sérstaklega fram í fjölmiðlum að þessi samningur þýði ekki að Amstrad geti framleitt nýju gagnabrautina „Micro Channel" eins og þá sem notuð er í 32ja bita PS/2 tölvunum. Svo virðist sem Amstrad og IBM leggi hvor sinn sérstaka skilning í þýðingu þessa samkomulags en í bresku pressunni eru uppi vangaveltur um að þessi samningur kunni að þýða að Amstrad geti orðið fyrst fyrirtækja til að setja á markaðinn ódýra IBM PS/2 samhæfða tölvu. Þetta samkomulag við IBM hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að Amstrad hafi gengið til liðs við EISA-samtökin, þ.e. samtök nokkurra helstu framleiðenda PC tölva um að tryggja áframhaldandi þróun PC tölvunnar þótt IBM hafi yfirgefið hana og snúið sér að PS/2. Amstrad er einna þekktast fyrir að vakta markaðinn og geysast inn með vöru á lægra verði en aðrir þegar sýnt þykir að um magnmarkað sé að ræða (PC1512 með 20 Mb disk og 6 hugbúnaðarkerf- um fyrir 80 þúsund krónurl). Þessi aðferð hefur gefist Amstrad jafn vel í tölvum sem hljómflutnings- og myndbandstækjum. Það er nýjast að frétta að Amstrad telur að magnmarkaður sé fyrir tölvunet, þ.e. vél- og hugbúnað sem gerir kleift að tengja saman margar tölvur og láta þær hafa innbyrðis samskipti ásamt því að nota sameiginlega gagnageymslu, jaðartæki, hugbúnað o.fl. Amstrad LAN-kerfið var sett á markaðinn í september sl. Hér er um að ræða Corvus netbúnað sem Amstrad selur með sérstöku leyfi. Grunnkerfið er ætlað fyrir þriggja véla net. Flutnings- og samskiptahraði í netinu er sagður vera 1 Mbitar/ sek. Þetta netkerfi, sem má stækka uppí 64 stöðva net, er, að sögn talsmanna Amstrad, einfalt, auðmeð- farið og ódýrara en önnur sambærileg netkerfi á markaðinum. 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.