Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 22

Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 22
VIÐSKIPTI ÞETTA ER HARÐUR HEIMUR Á TILFINNINGASEMI SEGJfl ÞEIR ERLING ASGEIRSSON OG GUNNAR ÓLAFSSON HJÁ GÍSLfl J. JOHNSEN OG SKRIFSTOFUVÉLUM Gunnar Ólafsson á skrifstofu sinni í Kópavogi Texti: Unnur Úlfarsdóttir Myndir: Kristján E. Einarsson Tölvu og hugbúnaðarfyrirtæki standa mörg hver höllum fæti. Kem- ur þar margt til: Slæm lausafjár- staða, offjárfesting og að sum hver hafa ekki náð að halda í við hina öru þróun í tölvuheiminum. Líklega má orða það svo að vel rekið fyrirtæki teljisttil undantekninga á íslandi. Og algengara að fyrirtæki sé tekið til gjaldþrotaskipta en að því sé gefið nýtt líf með markvissum niðurskurði og hagræðingu í rekstri. Sameining Fyrirtækjanna Gísli J. Johnsen s/f og Skrifstofuvélar h/f er e.t.v. gott dæmi um hiö síö- astnefnda. Hér á eftir verður rak- inn í grófum dráttum aðdragandi sameiningarinnar og rætt við eig- endur og framkvæmdastjóra hins nýja fyrirtækis, þá Erling Ásgeirs- son og Gunnar Ólafsson. Gísli J. Johnsen s/f er eitt af elstu fyrirtækjum landsins, stofn- að árið 1897 af Gísla J. Johnsen athafnamanni í Vestmannaeyj- um. Á árunum milli 1930 — 40 flytur hann fyrirtæki sitt til Reykja- víkur og hefur innflutning á vélum og búnaði m.a. fyrir skipaflotann. Um líkt leyti hóf hann einnig inn- flutning á Odner og Facit skrif- stofuvélum. Við fráfall Gísla keypti Guðmundur Lúðvíksson, sem var helmings eigandi í fyrir- tækinu, hlut hans. Með árunum breyttist áhersla í rekstri fyrirtæk- isins á þann veg að hefðbundnar skrifstofuvélar og búnaður urðu aðal innflutnings- og söluvaran. Guðmundur Lúðvíksson rak fyrir- tækið áfram til ársins 1983 að hann seldi það Erling Ásgeirs- syni. Ári síðar kemur Gunnar Ól- afsson inn í fyrirtækið á móti Erl- ing og síðan hafa þeirfélagar rek- ið það í sameiningu. Ekki verður sagt að þeir Erling og Gunnar hafi tekið við blómlegu 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.