Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 25
fækkun starfsfólks. Var um mik- inn niðurskurð að ræða? Þeir félagar líta hvor á annan og Gunnar verður fyrir svörum. „Það er ekki sársaukalaust að verða að segja upp góðu fólki,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Þegar við hófum sameiningu starfseminnar í júlí síðastliðnum voru fastir starfsmenn fyrtækj- anna 91 að tölu. í dag vinna 73 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið var frá upphafi með- vitað um að þessar breytingar stóðu fyrir dyrum og eðlilega skapaðist við það óvissuástand og spenna. Við reyndum að fara eins mjúklega í þetta og kostur var. Frá því í vor var t.d. var ekki ráðið í stöður þeirra sem hættu. Við reyndum að vera sem mest með fólkinu og ræða málin. Eftir að menn höfðu áttað sig á breyt- ingunum og að við stæðum sterk- ari eftir kom upp mikill baráttu- hugur meðal fólksins. Það er merkileg reynsla að þegar maður er búinn að ýta þessu af stað er eins og þetta reki sig sjálft. Við settum okkur dagsett vinnuplan fyrir breytingarnar og í öllum tilvik- um höfum við verið 1-2 vikum á undan áætlun. En því miður urð- um við að segja upp mörgu góðu fólki og það var sannarlega ekki sársaukalaust af okkar hálfu — en því miður ekki umflúið." — Nú er Ijóst að sameiningin hlýtur að færa hinu nýja fyrirtæki álitlegan hóp nýrra viðskipta- vina? „Víst er leikurinn gerður til að ná til viðskiptavinanna og halda þeim viðskiptum með minni her- kostnaði," segir Erling. „Það ríkir mikill órói og uppstokkun í við- skiptalífinu og eflaust vildu margir vera í aðstöðu til að geta hagrætt og náð meiru út úr rekstrinum." „Það getur hins vegar verið afar erfitt fyrir eitt fyrirtæki að skera niður og stokka upp reksturinn," bætir Gunnar við. „Hagkvæmnin við sameiningu sem þessa er að þá skapast möguleikar til að dreifa verkum á fleiri hendur.“ Erling: „Eins má segja að tím- inn hafi í raun unnið með okkur. Tækniþróun undanfarinna ára t.d. í rit og reiknivélaviðgerðum hefur dregið mjög úr vinnuálagi. Vélar eru að verða meira raf- eindadrifnar og viðgerðir á þeim auðveldari og fljótunnari. Hjá Skrifstofuvélum h/f var farið að bera á minnkandi verkefnum á því sviði. Því voru þau verkefni sem við fluttum með okkur við sameininguna kærkomin viðbót og atvinnutrygging fyrir starfs- mennina." dafnaði en það myndaðist aldrei samstaða á milli hennar og skrif- stofudeildarinnar — þvert á móti má segja að þar hafi ríkt togstreita og sambandsleysi." Gunnar: „Það fyrsta sem við gerðum þegar við tókum við fyrir- tækinu var að leggja niður tækni- deildina. Það hreinsaði loftiðtölu- vert. Við lögðum niður þessa hefðbundnu tölvudeild og fluttum sölufólkið saman með öðru sölu- fólki og tæknifólkið hingað í tæknideild Gísla J. Johnsen sf.“ Mjög góö aðstaöa er hjá Tölvuskóla Gísla J. Johnsen h.f. á Nýbýlavegi — Nú hefur því verið fleygt að Skrifstofuvélar h/f hafi ekki náð að fylgjast með hinni hröðu þróun tölvutækninnar — helst úr lestinni ef það má orða það svo. „Hjá fyrirtækinu var margt vel gert,“ heldur Erling áfram. „En það má segja að of skörp skil hafi verið á milli tölvustarfseminnar annars vegar og hefðbundnu starfseminnar hins vegar. Þar var ekki fyrir hendi þetta hópefli sem ríkti hjá Gísla J.John- sen s/f. Hjá Skrifstofuvélum h/f kemur tölvuþátturinn inn í gróið og mót- að umhverfi. Hin nýja deild óx og „Og hugbúnaðardeild Gísla J. Johnsen s/f þjónustar þá við- skiptavini sem kaupa tölvur hjá Skrifstofuvélum s/f, bætir Erling við. „Skömmu eftir að við tókum við Gísla J. Johnsen s/f tókum við þá ákvörðun að vera ekki með starf- andi hugbúnaðardeild, þ.e.a.s. í hönnun og framleiðslu hugbún- aðar,“ segir Gunnar. „Það er bæði gífurlega fjárfrekt dæmi og áhættusamt. Viðtókum þá stefnu að leggja áherslu á að mennta okkar hugbúnaðarfólk og á sölu og þjónustu við viðskiptavini okk- ar. Sala í svona fyrirtæki er sér- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.