Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 28

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 28
VIÐSKIPTI Sameiningin hefur m.a. leitt til þess aö nú verkstæöi rekið af báöum fyrirtækjunum. starfinu. En Gunnar gerir lítið úr þegar hann er spurður hvort hann sakni þess ekki að vera ekki leng- ur á faraldsfæti á milli viðskipta- vinanna heldur vera sestur í stól framkvæmdastjórans á bak við skrifborð. „í raun eru þetta alls ekki svo ólík starfssvið,11 segir hann. „Ég leit alltaf á mig sem sjálfstæðan aðila innan IBM og réði sjálfur mínum aðferðum hvað varðaði sölu og þjónustu við minn við- skiptamannahóp. Velgengni í sölumennsku felst fyrst og fremst í góðri skipulagningu og traustum tengslum við viðskiptavinina en í þessum bransa eru slík tengsl sköpuð til framtíðar. er ein tæknideild og eitt öflugt viögeröar- í svona sölumennsku eru menn að selja hugmynd ekki bara eitt stykki vél. Þess vegna er mik- ilvægt að gefa sér tíma og kynna sér vel þarfir viðskiptavinarins. En því er ekki að leyna að sú reynsla og þekking sem ég öðlað- ist hjá IBM hefur reynst mér ómet- STARFSFÓLKIÐ HEFUR TEKIÐ ÞÁTT í ÞESSU MEÐ OKKUR AF LÍFI OG SÁL. anleg í þessu starfi sem ég nú gegni. í dag bý ég að sjálfsögðu að því að þekkja fyrirtækin og þarfir þeirra." „Ef ég má aðeins segja nokkur orð um hvernig Gunnar stendur að sölumennsku sinni,“ segir Erl- ing og glottir kankvíslega. „Ég get nefnilega sagt þér að Það er und- antekning ef viðskiptavinurinn sér tölvuna eða tækið sem Gunn- ar var að selja honum. En svona að öllu gamni slepptu þá höfum við gert sölupólitík Gunnars að okkar og leggjum mesta áherslu á að vinna traust viðskiptavinar- ins, kynna okkur þarfir hans og hans fyrirtækis og selja honum það sem hann þarf — en ekki annað. Stundum er vandamál manna fólgið í því að halda að hægt sé að leysa allan vanda með tölvu. Þessir sömu aðilar fara svo alsælir út þegar búið er að fara í gegnum þeirra mál og í Ijós kemur að þeir hafa ekkert við tölvu að gera.“ — En áður en við slítum tali okkar spyr ég þá Erling og Gunn- ar hvernig samstarfi þeirra sé háttað og þar sem Erling þarf að þjóta til að fylgjast með knatt- spyrnuleik hjá syni sínum dæmist það á Gunnar að svara fyrir þá báða. „Við höfum starfað saman síð- an 1974 og höfum alltaf átt ótrú- lega gott samstarf. Hvað sam- starfið hér varðar þá má eflaust segja hið sama um okkur og fyrir- tækin að við vegum hvorn annan upp. Við eyðum miklum tíma í að ræða málin og velta fyrir okkur öllum hugsanlegum hliðum þeirra og viðbrögðum manna við því sem við erum að gera. En þetta er harður heimur og afar auðvelt að gera mistök á mistök ofan. Sam- runi fyrirtækjanna hefur gengið vonum framar en það var ekki átakalaust af okkar hálfu. Við þurfum oft að brýna okkur til dáða. Það er óskemmtilegt að þurfa að taka ákvarðanir eins og um fækkun starfsfólks. En við höfum ekki efni á tilfinningasemi. Við stöndum og föllum með verk- um okkar.“ 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.