Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 31

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 31
BLÓMSTRAR DANSKI AUGLÝSINGAIÐNAÐURINN MEÐ AUGLÝSINGUM Á NÝRRI SJÓNVARPSRÁS? Þann 1. október sl. átti sér stað sögulegur atburður í danskri fjölmiðlun þegar Sjónvarpsrás 2 (TV 2) hóf útsendingar. Stöðin sem er í ríkiseign er sú fyrsta í Danmörku sem fjármagnar rekst- urinn með sölu auglýsinga. Mikil óvissa og spenna ríkti meðal forstöðumanna stöðvar- innar og auglýsenda á síðustu mánuðum fyrir opnun þar sem ómögulegt reyndist að fá klára vísbendingu um væntanlegan fjölda áhorfenda. Ljóst var að TV 2 myndi draga til sín fjölda forvitinna áhorfenda í upphafi og að stærstur hluti þeirra myndi horfa á þær tvær auglýs- ingablokkir sem birtast á 5 mínút- um fyrir og eftir kvöldfréttatímann kl. 19.30. í Danmörku sýna niðurstöður kannana að um 50-55% lands- manna horfa reglulega á sjón- varp á hverju kvöldi. Forsvars- menn TV 2 gera ráð fyrir því að á næstu mánuðum muni stöðin 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.