Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 39

Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 39
 Margir nafntogaðir hugbúnað- arsmiðir hafa útbúið forrit sín þannig að skráarform er það sama hvort sem um er að ræða PC eða Macintosh. Á næstunni verða þessi sömu forrit nothæf í fjölnotendaútgáfum þar sem PC og Mac notendur geta samtímis unnið í sömu skrám. Þá hefur verið boðað að hægt verði að tengja við netið tölvur sem nota UNIX stýrikerfi. Það tók NetWare nokkur ár að öðlast viðurkenningu, enda fyrir- tækið Novell lítið og getan til öfl- ugrar kynningar takmörkuð. Út- breiðslan er nú orðin umtalsverð: Nærri 50% heimsmarkaðshlut- deild, meðyfir 200.000 kerfi í um- ferð og rúmlega tvær milljónir not- enda. Novell NetWare er nú orð- inn staðall fyrir netstýrikerfi sem öll önnur net eru borin saman við. Svartíma, getu, fjölhæfni og áreiðanleika NetWare er þakkað stöðugum og tíðum endurbótum allt frá árinu 1983. Áttunda kyn- slóð stýrikerfisins er nú í umferð. HVER ER AÐALMUNUR Á NETKERFI OG MILLITÖLVU? Ef við berum saman fjölnot- endalausn byggða á einni tölvu annars vegar og netkerfi hins vegar verða eftirfarandi atriði ólík- ust: Vinnsla fer öll fram í millitölv- unni sjálfri, útstöðvar hafa enga reiknigetu. Reikniafl netvinnu- stöðvar er í útstöðinni sjálfri sem er venjuleg einmenningstölva. Ef bæta þarf reikniafli við milli- tölvu er það einungis hægt með því að skipta henni út fyrir aðra öflugri. Þótt tölva sé sett við milli- tölvu sem vinnustöð (t.d. PC með korti fyrir S/36) bætir það engu við, reiknigeta vinnustöðvarinnar er eingöngu notuð til þess að knýja samskiptabúnaðinn. Reikniafl netnotenda er fyrst og fremst í vinnustöðvunum og þurfi notendur meira reikniafl er skipt um útstöð án þess að hróflað sé við netstjóranum. Einn af helstu kostum netkerf- isins er sá að þegar netstjóri er orðinn of hægvirkur má breyta honum í vinnustöð með sáralitl- um tilkostnaði. Flytja má stóra diska af gamla netstjóranum yfir á þann nýja. Þannig má endurnýja netstjóra og útstöðvar án þess að það kosti of mikið. Annar helsti kostur netkerfa er sá að notendur nota hugbúnað sem þeir þekkja, er algengur og kostar lítið í samanburði við hug- búnað millitölvanna. Einnig er rétt að gæta að því að sumir tölvunotendur þurfa meira en aðrir. Með netkerfi er mun auðveldara að láta notendum í té vinnustöð sem hæfir verkefnum hvers og eins. Hönnuðir þurfa meira tölvuafl en ritarar svo dæmi sé nefnt. SVARTÍMI NETA - HVER ER HANN? Greinarhöfundur hefur um eins árs skeið notað Novell net. Út- stöðin er Cordata CS-4200 tölva með 80286 (AT) örgjörva og er eitt disklingadrif í henni. Forritin og gögn eru öll á Novell 286B netmiðstöð sem hefur 183Mb disk. Svartíminn á útstöðinni er fyllilega sambærilegur við það að hafa fastan disk í tölvunni. Kost- urinn er hins vegar sá að mun meira pláss er á netmiðstöðinni en venja er að hafa í stakri tölvu. Miðað við fyrstu reynslu af net- kerfum hafa allir ókostir netanna horfið: Netkortin eru nú ódýr, hug- búnaðurinn tekur lítið pláss í minni og svartími er sérlega góð- ur. Fyrirtækin California Software Products og Novell gerðu ítarlega samanburðarúttekt á svartíma dæmigerðrar millitölvu (IBM S/36) og netkerfis. Útbúið var for- rit sem líkti eftir vinsælu sölukerfi sem selt er á S/36 tölvur. Til að gera mælingar sem nákvæmast- ar var allur innsláttur gerður vél- rænn. Algengt er að fjölnotenda- kerfi notuð á viðskiptasviði séu metin eftir því hversu margar færslur hægt er að framkvæma á ákveðnum tíma. Tölvukerfin í prófuninni voru svona samsett: IBM S/36 Módel 5362 með 120Mb diskrýmd á tveimur disk- um, 512Kb minni, útstöðvar voru Dökku súlurnar sýna afköst S/36 f samanburði við afköst Novell miðstöðvar (hvítu súlurnar). Fyrstu 5 útstöðvarnar f netkerfinu eru PC (8088) tölvur en 2 síðustu AT (80286) tölvur. Afköst S/36 tölvunnar minnka á 7. útstöð vegna anna við innri stjórn- sýslu. 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.