Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 42

Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 42
AFTOLVUSVIÐI Verð hlutabréfa nokkurra tölvufyrirtækja Hæst Lægst Nú Data General 37 16 19.125 DataPoint 9 3 4.785 Digital Equipment 200 88 88.5 Hewlett-Packard 73 36 48.75 IBM 156 102 113.875 NCR 86 50 56.5 Prime 26 12 14.25 Sun 44 22 34.75 Tandem 37 12 14.125 Wang 19 9 9.25 Apple 60 28 40.875 Compaq 79 34 54.375 Tandy 56 28 42 Novell 31 12 29.5 Heimild: Computerworld 10. október 1988 Þeir framleiðendur sem nánast einvörðungu búa til millitölvur eiga í vaxandi erfiðleikum með að láta hlutabréf sín halda verði. Þau falla, hagnaður fer minnkandi og búast má við enn frekari áföllum. Á mynd 2 sjáum við nýlega stöðu hefðbundinna millitölvufyrirtækja á Wall Street og einnig hvernig margir smátölvuframleiðendur standa ásamt Novell. Fyrsta talan sýnir hvað hluta- bréf viðkomandi fyrirtækis hefur hæst komist í á eins árs tímabili og önnur tala sýnir hversu lágt hlutabréfin hafa fallið. í öllum til- vikum er „svarti mánudagurinn" í fyrra botninn. Hlutabréf smátölvuframleið- enda standa betur en millitölvu- framleiðenda. Athygli vekur að hlutabréf í Novell eru nú næstum jafnhá og þau voru fyrir „svarta mánudaginn" þ.e. daginn sem hrunið átti sér stað á Wall Street. Staða frægustu tölvurisa var ekki góð 5. október s.l. þegar skrán- ingu lauk þann daginn. Hlutabréf sumra þessara fyrirtækja hafa aldrei verið lægra en einmitt nú. LOKAORÐ Engum þarf að blandast hugur um að tölvubúnaður hentar mis- vel, eðli verkefna ræður þar að sjálfsögðu mestu. Þó virðist sem hæfilegar blöndur af búnaði séu heppilegastar. Netkerfi munu trú- lega eiga sinn þátt í að breyta þessu á þá lund að hægt verði að láta notendur nokkurn veginn fá það sem þeir vilja. Tölvudeildar- stjórar stærri fyrirtækja vilja gjarn- an halda í millitölvur vegna þess að þar er gamalreyndur og mikil- vægur hugbúnaður, skrifstofufólk vill nota einkatölvur (Pésa eða Makka eftir atvikum) og hugbún- að sem það þekkir og kann að nota. Þessi sjónarmið er nú auð- veldara að samræma en áður með tilkomu netkerfa á borð við Novell NetWare. 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.