Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 46
AFTOLVUSVIÐI
vinninga á borðum skrifstofufólks
um víða veröld, voru margir þeirr-
ar skoðunar að dagar stærri
tölva, og skjástöðva þeirra, væru
brátt taldir.
Það sem einkennir einmenn-
ingstölvurnar er að þær eru að-
gengilegar og (oftast) einfaldar í
notkun. Svartími er stuttur og jafn,
reiknigeta mikil og mörg feikigóð
forrit fáanleg á almennum mark-
aði.
Einmenningstölvurnar eru öfl-
ugar. Nú eru fáanlegar einmenn-
ingstölvur með 10 milljón stafa (10
MB) vinnsluminni og afkastagetu
sem mæla má í milljónum að-
gerða á sekúndu. Þá eru segul-
diskar mældir í tugum, jafnvel
hundruðum MB. Allt eru þetta
stærðir sem áttu einungis við um
stórar tölvur fyrir nokkrum árum.
Þegar við bætist sílækkandi
kostnaður fyrir hverja vinnsluein-
ingu einmenningstölvunnar og til-
tölulega hár kostnaður við fjar-
vinnslu, þ.e. skjástöðvar tengdar
um símalínur og mótöld, studdi
það enn frekar staðhæfinguna
um endalok stóru tölvanna.
FJÖLNOTENDATÖLVAN (FT)
En stærri tölvur eru einnig ýms-
um kostum gæddar. Hér er rétt að
staldra aðeins við og árétta nánar
hvað átt er við með stærri tölvum.
Með stærri tölvum er hér átt við
fjölnotenda-tölvur, þ.e. tölvur
sem hægt er að tengja fleiri skjá-
stöðvar við og margir notendur
geta því unnið á í senn. Undir
þetta hugtak falla svonefndar
meðalstórar tölvur (minicomput-
ers) og stórtölvur (mainframes).
Þótt talsverður munur sé á innri
uppbyggingu og getu þessara
tveggja gerða fjölnotendatölva
gegna þær svipuðu hlutverki í
samvinnslu. Því verður ekki gerð-
ur greinarmunur á þeim nema
sérstök ástæða sé til:
Stærri fjölnotendatölvur eru
ákjósanlegar hvað varðar:
— Geymslu og verndun
gagna
— Samnýtingu hugbúnaðar
og vinnslugetu
— Hagnýtingu gagnagrunna
— Öfluga úrvinnslu á gögnum
Þá hafa stærri FT yfir að ráða
háþróuðum og þrautprófuðum
stjórnkerfum, öflugum vensla-
gagnagrunnum (relational
databases) og sívinnslukerfum
sem geta afgreitt fleiri hundruð
færslna á sekúndu.
Þótt tölvunotendur þurfi ekki í
jafn ríkum mæli og áður að sam-
einast um kaup á tölvumiðstöð er
sífellt meiri þörf fyrir það að geta
samnýttupplýsingar. Efákveðinn
hópur tölvunotenda í fyrirtæki eða
stofnun hefur ekki sameiginlega
þörf fyrir upplýsingar má stað-
hæfa að þeir séu ekki lengur
skipulagsleg heild heldur hópur
af einstaklingum með sameigin-
legt skrifstofuhúsnæði.
Þessi sameiginlega upplýs-
ingaþörf varð þess valdandi að
einmenningtölvan og fjölnot-
endatölvan tóku höndum saman,
ef svo mætti að orði komast.
Dauðdagi stórtölvunnar, sem
margir höfðu spáð, var stórlega
ýktur.
EINMENNINGSTÖLVAN OG
FJÖLNOTENDATÖLVAN
í stað samkeppni kom sam-
vinna tölva í millum.
Það þarf ekki að koma á óvart
að fram komi kröfur um að sam-
eina kosti einmenningstölvunnar
og fjölnotendatölvunnar. Ein leið-
in er að ET verði millistykki eða
snertiflötur notandans við stærra
tölvukerfi. Þetta er ákjósanlegt
því hægt er að sníða ET að þörf-
um og aðstæðum notandans.
Stærri tölvan verður aftur á
móti þjónustuaðili fyrir ákveðin
verk og aðgerðir. Sem dæmi má
nefna varðveislu og stjórnun
stærri gagnagrunna svo og
vörslu og takmörkun aðgangs að
viðkvæmum gögnum. í síðast-
nefnda tilvikinu er einungis hægt
að senda þau gögn til einmenn-
ingstölvunnar sem eru nauðsyn-
leg fyrir verkefni notandans.
Til þess að þetta sé hægt verð-
ur að stofna til samskipta milli for-
ritsins á einmenningstölvunni og
forrita stórtölvunnar. Tengiháttur
og stýrikerfin sem notuð eru eiga
ekki að skipta notandann nokkru
máli, aðeins að umbeðin aðgerð
sé framkvæmd.
Svo tekið sé nærtækt dæmi:
þegar hringt er frá Seltjarnarnesi
til Seyðisfjarðar skiptir það sím-
hringjandann ekki máli, kemur
honum í raun ekki við, hvort hringt
sé um símstöðina í Múla, yfir
Skálafell og Gagnheiði eða farin
einhver allt önnur leið, svo fram-
arlega sem hann fær samband.
ÞRÓUN í TÖLVUVINNSLU
Áður en lengra er haldið er
freistandi að líta um öxl og velta
fyrir sér hvernig leiðin að sam-
vinnslu hefur verið. í grein eftir
Fred Breddock(a) er dregin upp
mynd af því sem hann kallar „þró-
un gagnavinnslutækninnar" (The
Evolutionary view of technology).
Þar er sýnt fram á hvernig eitt
stig gagnavinnslutækninnar hef-
ur tekið við af öðru. Hvert stig
heldur innreið sína, er tekið í notk-
un, hlýturalmennaviðurkenningu
og myndar síðar grunninn að
næsta stigi. Sjá mynd (1).
Rétt er að benda á að þetta er
mjög einfölduð mynd, einstök stig
falla ekki í samfellda röð eins og
hér er sýnt. Vinna er sífellt í gangi
á ýmsum stigum og skilin geta því
verið óljós.
Þá er eftirtektarvert að sam-
kvæmt þessari mynd eru vensla-
gagnagrunnar (relation databa-
ses) að vinna sér fastan sess á
almennum markaði og notendur
farnir að sjá hilla undir fyrstu skref
samvinnslu.
TÖLVUTENGINGAR
Tengingar tveggja eða fleiri
tölva eru mjög algengar, enda
mikið framboð af stöðluðum hug-
búnaði og vélbúnaði. Til hægð-
arauka má skipta þessum teng-
ingum í þrennt. Það eru tengingar
á milli:
46