Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 49

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 49
Vitrænar vinnustöðvar framtíðarinnar munu hafa talsvert eigið afl. Þær munu verða gluggi inn í tölvukerfin að baki þeim. Notandinn veit ekki hvar verkið er unnið né hvar upplýsingar eru geymdar. getur notandinn beint augum sín- um að úrlausn þeirra verkefna sem fyrir hann eru lögð í stað þess að nota krafta sína í tölvu- stjórnun. Hvatinn að samvinnslu er fjöldi einmenningstölva og aukin vinnslugeta þeirra. Sífellt fleiri aðilar í fyrirtækjum og stofn- unum þurfa að fá aðgang að mið- lægum gögnum. Þá fer þeim starfsmönnum fjölgandi sem þurfa mjög víðtækan aðgang að miðlægum gögnum til þess að geta krufið verkefni og vegna ákvarðana. Oft er skilgreining gagnanna fyrst möguleg þegar nýtt verkefni liggur fyrir. Fyrst í stað var þetta leyst með forritum eða fyrirspurnarkerfum sem unnu á miðlæg gögn og skil- uðu prentaðri skýrslu, (útdráttur gagna). Næsta skref var að skrá út- dráttinn á ET eftir prentlistanum. Því var það mikil framför þegar farið var að flytja gögnin vélrænt af stærri tölvu yfir á ET, (flutningur gagna). Síðasta skrefið var sjálf úr- vinnsla gagnanna og ákvörðun eða aðgerð notandans sem nið- urstaða úrvinnslunnar, (úrvinnsla gagna). í samvinnslu eru þessi þrjú skref dregin saman í eitt, sbr. mynd (3). Það merkilega við þessa þróun eru hlutverkaskipti stórtölvunnar og einmenningstölvunnar. Fram til þessa hafa skjástöðvar og tengdar einmenningstölvur verið „þrælar“ stórtölvunnar. í sam- vinnslu snýst þetta við. Stórtölvan gengur í þjónustuhlutverk fyrir ei- menningstölvurnar þar sem end- anleg gagnavinnsla fer fram. HVERNIG? Þegar talað er um samvinnslu og stórtölvuna sem þjónustu og dreifingaraðila fyrir miðlæg gögn er rétt að gera sér grein fyrir því að hér er fyrst og fremst átt við hugbúnað í stórtölvunni. Það er og hugbúnaður sem óskar eftir gögnum með því að hafa sam- band við hugbúnað stórtölvunn- ar. Það eru því í raun forritatjá- skipti (program-to-program com- munication sem eiga sér stað í samvinnslu. Eins og góðir forritarar segja oft þá er hægt að forrita sig í gegnum furðulegustu hluti jafnvel forrita- samskipti. En þessi tegund vinnslu, þegar eitt forrit talar við annað á sömu tölvu eða annarri tengdri henni, hefur fyrst hlotið al- mennt brautargengi við stöðlun á samskiptum forrita og sívinnslu- kerfa (Application Programming Interfaces). Með þessa staðla innbyggða í stýri- og sívinnslukerfi eru þegar farin að birtast forritakerfi sem byggja á samvinnslu. HVAÐA KERFI? Hér verða gefin tvö dæmi um kerfi sem er verið að taka í notkun um þessar mundir. Gaiileo. Flugbókunarkerfið GALI- LEO sem tekið verður í notkun á næsta ári er dæmigert samvinnsluk- erfi. Það byggir á stórtölvum og PS/2 einmenningstölvum sem tengdar eru saman í eitt samofið forritakerfi. Sam- eiginleg gögn eru miðlæg en bak- hjarlsgögn og einkagögn eru geymd í einmenningstölvunum. Skráning á flugbókun eða annarri þjónustu fer fram í samvinnu einmenningstölv- unnar og stærri tölvu, án þess að sá sem vinnur verkið hafi vitneskju um það. Skráningar, breytingar, niður- fellingar og fyrirspurnir eru staðlaðar aðgerðir unnar samofnar á milli for- rita. Með þessu móti hefur og tekist að fækka meðalfjölda hnappa- borðsáslátta úr 250 niður í 25. Vafalítið má telja að annað nýtt flugbókunarkerfi, AMADEUS, sem einnig er í burðarliðnum, muni vinna á svipaðan hátt. Stjóri. Innan skamms kemur á markaðinn forritakerfið STJÓRI sem byggir á samvinnslu AS/400 og PS/2 tölvanna. STJÓRI er samofið kerfi bókhalds, viðskiptamanna, lánar- drottna, sölunóta, vöru- og hráefnast- jórnunar o.fl. Grunnur kerfisins er sjálfstæður hluti þess sem keyrir á nettengdum PS/2 tölvum. Með tengingu við AS/400 tölvuna koma kostir sam- vinnslunnar í Ijós. Þeir hlutar verkefnisins sem not- 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.