Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 65

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 65
VIÐSKIPTAHUGBUNAÐUR FYRIR ÖLL FYRIRTÆKI? ÞRÓUN KRÓNUNNAR FRÁ MYNTBREYTINGU Rýrnun 90.7% 9.3% Raungildi Víkurhugbúnaöur s.f. í Keflavík er ekki gamalt fyrirtæki, stofnað árið 1985, en hefur engu að síður haslað sér völl sem seljandi og þjónustuaðili á sviði viðskipta- hugbúnaðar. Kerfin frá Víkurhug- búnaði mynda ákveðna sam- stæðu sem hefur samheitið RÁÐ hugbúnaður. Sjálfstæðar grunn- einingar samstæðunnar eru fjár- hagsbókhald, viðskiptamanna- kerfi, lagerkerfi og sölukerfi, en hver þessara eininga kostar um 25 þúsund krónur. Fimmta ein- ingin, launakerfið, kostar um 32 þúsund krónur. RÁÐ-kerfin hafa þá sérstöðu á markaðinum, að sögn Jóns Sig- urðssonar framkvæmdastjóra Víkurhugbúnaðar, að í þeim er boðið uppá myndræna framsetn- ingu, draglista í valmyndum, leið- beiningar í sérstökum reit á skján- um og þann möguleika að skoða allt sem á að prenta á skjá áður en skipun um prentun er gefin. Auk þessara atriða er í þessum kerfum mjög fullkomin gagnaleit sem jafnframt er einfalt og auð- velt að nota. RÁÐ-kerfin eru fyrir IBM PC, XT, AT og samhæfðar tölvur auk IBM PS/2. Þau eru þýdd á vélar- mál með Clipper. Með því vinnst tvennt fyrir notandann; forritin taka minna pláss í minni og vinna hraðar með gögn. Með sérstakri útgáfu af fjárhagsbókhaldinu er hægt að vinna bókhald margra fyrirtækja í sama kerfinu og auð- velt að skipta á milli þeirra. Þetta gerir t.d. kleift að hagræða bók- færsluvinnu og skipuleggja ákveðna verkaskiptingu sem get- ur aukið afköst og nákvæmni Innbyggt kerfi fyrir myndræna framsetningu búnaöi. enda er kerfið jafnframt gert fyrir fleiri en eina tölvu sem tengdar eru saman í nærneti (LAN). Eigi að færa bókhald á einni PC tölvu þarf harðdisk og a.m.k. 640 kb vinnsluminni. Fyrir þá sem ekki starfa á Reykjavíkursvæðinu og/eða eru að byrja tölvuvinnslu bókhalds skiptir miklu máli að leiðbeiningar um uppsetningu og notkun kerfis séu nægilegarog aðgengilegar. ( RÁÐ-kerfunum hefur verið lögð talsverð vinna í að sinna þessum þætti. Sem dæmi má nefna að uppsetning kerfanna á harðdisk er að mestu leyti sjálfvirk. Sér- staklega merkta disklinga (5 stk.) þarf að setja í drifið í réttri röð. Eftir gagna er nýjung í íslenskum viöskiptahug- að fyrsti disklingurinn er settur í þarf að gefa skipunina „INNRITA" og styðja á ENTER. Eftir það sér tölvan um framhaldið og birtir á skjánum boð um að setja skuli næsta diskling í drifið o.s.frv. Uppsetning allra kerfanna, þ.m.t. launakerfisins tekur aðeins 6-7 mínútur. Uppsett á harðdisk tekur fjárhags- og viðskiptamannakerf- ið ásamt lager og sölukerfi um 640 kb en launakerfið 288 kb. Með þessu bókhaldskerfi er fáanlegur alls konar aukabúnað- ur (verð í svigum). Sem sem nokkur dæmi af mörgum má nefna að í viðskiptamannakerfi Framhald á síðu 68 65

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.