Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 75

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 75
 í ÖRSTUTTU MÁLI Tölvölur h.f. I Reykjavík hefur sett á markaðinn nýtt stýrikerfi fyrir PC tölvur sem það nefnir AXEL. Kerfið er byggt upp með valmyndum og getur þannig auðveldað fólki notkun PC tölvu, t.d. þeirra sem vinna við ritvinnslu og þurfa að vinna með margar skrár-. Ef þú ert svo heppinn að eiga olíuskip bundið við bryggju einhver staðar ertu ef til vill miklu ríkari en þú heldur. Svokallaður O-list yfir verð á olíuskipum sýnir að verð þeirra hefur hækkað um hvorki meira né minna en 400% á síðastliðnum 2 árum. Hækkunin gildir fyrst og fremst fyrir stór olíuskip, 60-300 þúsund tonna skip, sem hafa hækkað í verði um 300-400% á tímabilinu frá því í janúar 1986 til nóvember 1988. Stærri farmskip hafa einnig hækkað um og yfir 100%-. Breytingar hafa nýlega orðið á stjórn og eignarhlutföllum hjá íslenskri forritaþróun sf. Nýr eigandi hefur komið inn í fyrirtækið, Hálfdán Karlsson viðskiptafræðingur, sem jafnframt hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra af Erni Karlssyni. Örn Karlsson tekur nú viö stjórn tæknimála hjá ÍF. Hálfdán hefur m.a. starfað hjá DEC í Bandaríkjunum, hjá tölvudeild KÓS í Reykjavík og hjá Olíufélaginu h.f. Hálfdán er kvæntur Ellen Tyler, arkitekt-. T E R N A T I 0 N A L -HUGBÚNAÐUR. MUNIÐ AÐ ENDURNÝTA TURBO PASCAL u l&K&HU wb mu*. ‘••u, B 0 R ItHO Nú getið þið sem eigið eldri úigáfur af Ðorland hugbúnaði lagt leið ykkar í Tölvutækni Hans Petersen hf að Grensásvegi 16 og endurnýjað safnið með litlum tilkostnaði. Þið komið með gömlu útgáfuna af forrit- inu greiðið lítilræði í milli og fáið í stað- inn nýjustu útgáfu af Borland hugbún- aði. Notfærið ykkur frábært verð og þjónustu! TOLVUTÆKNI Hans Petersen hf. Grensásvegi 16 75

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.