Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN
STÓRYRÐIN HITTA Þfl SJÁLFA
Glannaleg yfirlýsing Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra um að
menn geri fátt annað í Seðlabankanum en
að naga blýanta hefur orðið tilefni til þess
að Frjáls verslun leitast nú við að varpa
ljósi á starfsemi Seðlabankans.
Seðlabankinn er undir stöðugri gagnrýni
frá stjórnmálamönnum, m.a. vegna út-
þenslu. En hverjir eru það sem fela Seðla-
bankanum hin ýmsu verkefni? Það eru eng-
ir aðrir en stjórnmálamenn. Svo virðist sem
ýmis viðfangsefni hafi lent hjá Seðlabank-
anum sem ættu að vera hjá öðrum stofnun-
um.
I umfjöllun okkar koma fram ýmsar upp-
lýsingar sem munu væntanlega koma á
óvart, m.a. það að útþensla Seðlabankans
hefur, þrátt fyrir allt, verið mun minni en
vöxtur ríkiskerfisins!
Á árunum 1961-1986 þandist ríkið út um
230% — en Seðlabankinn um 105%. Og á
árunum 1980-1986 nam vöxtur ríkisins
27% en Seðlabankans 4%.
Seðlabankinn er fráleitt hafinn yfir gagn-
rýni. En gagnrýnin verður hjákátleg þegar
hún kemur með stóryrðum frá stjórnmála-
mönnum sem eru sjálfir ábyrgir fyrir
ástandinu.
AF EIGIN RAMMLEIK
Frjáls verslun birtir að þessu sinni viðtal
við Helga Vilhjálmsson sem kenndur er við
Sælgætisgerðina Góu.
Hann er fulltrúi þeirra harðgerðu og dug-
legu Islendinga sem náð hafa að brjótast frá
sárri fátækt til bjargálna. Hann hefur stund-
að viðskipti í aldarfjórðung og náð sér vel á
strik. Ánægjulegt er að það skuli enn vera
hægt hér á landi.
Helgi Vilhjálmsson virðist sjá viðfangsefn-
in frá talsvert öðru sjónarhorni en margir
stjórnendur og því er fróðlegt að kynnast
viðhorfum hans.
Hér er vakin sérstök athygli á varnaðar-
orðum hans um horfur í íslenskum iðnaði.
Helgi telur að verið sé að leggja iðnaðinn í
rúst fyrir augunum á okkur með skefjalaus-
um innflutningi án þess að spornað sé við
fótum.
rl
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson -
AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grírnur Bjamason, Gunnar
Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjáist framtak hf. — Túnaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum —
SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasúni 31661 - RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 -
STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra
Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 1.975 kr. (329 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT,
PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf.
Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
5