Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 28
ALMENNINGSTENGSL ÞÖRF Á AÐ BÆTA ÍMYNDINA - SEGIR DR. CHRISTIAN ROTH FORSTJÓRIÍSAL „Ég gerði mér glögga grein fyrir því við komu mína hingað á síðasta ári, að orðstír ISAL var að nokkru ábótavant. Sumt það neikvæða stafar af því að það er í eigu útlendinga og að hér fer fram grófiðnaður, en sumt hefur skapast vegna erf- iðra samskipta stjórnar og starfsmanna á stundum og vegna óánægju með mengun- arvarnir. Það er meðal annars mitt hlutverk að breyta ímynd- inni og tel ég ákaflega mikil- vægt að það takist.“ Dr. Christian Roth tók við starfi forstjóra ISAL í ágúst á síðasta ári og það hefur ekki farið framhjá nein- um að nýr maður er sestur í for- stjórastólinn. Hann er enginn ný- græðingur hjá ISAL því hann starf- aði þar sem tæknilegur framkvæmdastjóri á árunum 1977- 79. Síðustu ár hefur hann veitt for- stöðu álverksmiðju Alusuisse í Es- sen í V-Þýskalandi, en það er stærsta verksmiðja fyrirtækisins með um 1000 starfsmenn í vinnu. „Starf mitt í Essen fólst að tals- verðu leyti í því að bæta ásjónu verksmiðjunnar út á við og hressa upp á ímynd hennar. Þar var um að ræða mörg sams konar vandamál og hér eru, en þó vil ég nefna tvennt sem var frábrugðið: Þjóðverjar láta sér í léttu rúmi liggja þótt verksmiðjan í Essen sé í eigu útlendra aðila. Þar eru fjölþjóð- leg fyrirtæki á hveiju strái auk þess sem 15% íbúða svæðisins eru án atvinnu og því hafa menn einfaldlega ekki efni á því að agnúast út í álverið þess vegna. Hitt atriðið eru samskipti við verkalýðsfélögin. í Essen eru starfsmenn verksmiðjunnar í einu og sama verkalýðsfélaginu. Hjá IS- AL eru starfsmenn í 10 mismunandi félögum og skapar það auðsjáanlega erfiðleika sem þarf að yfirstíga.“ Dr. Roth nefnir ýmis dæmi því til staðfestingar að ISAL hafí á síðustu árum fengið fremur neikvæða ímynd hjá starfsfólki, en þó fyrst og fremst þeim sem eru utan svæðis- ins. Þar í hópi megi finna fólk úr öllum stéttum og ekki síst ýmsa stjórnmálamenn. En hvað er það sem hinn nýi forstjóri ISAL vill gera til að bæta ímynd fyrirtækisins út á við? „Það má segja að í því sambandi einbeitum við okkur fyrst og fremst að tveim meginþáttum. í fyrsta lagi bættum samskiptum við starfs- menn okkar. Við viljum auka streymi upplýsinga til þeirra og í því skyni höldum við m.a. nokkra fundi á ári með trúnaðarmannaráði og for- ystumönnum verkalýðsfélaga starfsmanna hér. Þar viljum við ræða öll mál opinskátt og sldptast á skoðunum. Þá gefum við út frétta- bréf mánaðarlega þar sem reynt er að koma á framfæri sem fjölbreytt- ustum upplýsingum um starfsemina og annað sem við teljum að geti orð- ið starfsmönnunum til gagns og án- ægju. Fleira má nefna undir þessum þætti. Til dæmis hafa verið gefnir möguleikar á styttri vinnuskyldu þeirra starfsmanna sem náð hafa 60 ára aldri og við höfum sett fram hug- wDebet Fjárhags- og launabókhald, innheimtur, tollskýrslugerð aðstoð og ráðgjöf o.fl. Ijósritun, ritvinnsla innbinding skjala Austurstræti 8 Stmar 670-320,10106 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.