Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 28

Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 28
ALMENNINGSTENGSL ÞÖRF Á AÐ BÆTA ÍMYNDINA - SEGIR DR. CHRISTIAN ROTH FORSTJÓRIÍSAL „Ég gerði mér glögga grein fyrir því við komu mína hingað á síðasta ári, að orðstír ISAL var að nokkru ábótavant. Sumt það neikvæða stafar af því að það er í eigu útlendinga og að hér fer fram grófiðnaður, en sumt hefur skapast vegna erf- iðra samskipta stjórnar og starfsmanna á stundum og vegna óánægju með mengun- arvarnir. Það er meðal annars mitt hlutverk að breyta ímynd- inni og tel ég ákaflega mikil- vægt að það takist.“ Dr. Christian Roth tók við starfi forstjóra ISAL í ágúst á síðasta ári og það hefur ekki farið framhjá nein- um að nýr maður er sestur í for- stjórastólinn. Hann er enginn ný- græðingur hjá ISAL því hann starf- aði þar sem tæknilegur framkvæmdastjóri á árunum 1977- 79. Síðustu ár hefur hann veitt for- stöðu álverksmiðju Alusuisse í Es- sen í V-Þýskalandi, en það er stærsta verksmiðja fyrirtækisins með um 1000 starfsmenn í vinnu. „Starf mitt í Essen fólst að tals- verðu leyti í því að bæta ásjónu verksmiðjunnar út á við og hressa upp á ímynd hennar. Þar var um að ræða mörg sams konar vandamál og hér eru, en þó vil ég nefna tvennt sem var frábrugðið: Þjóðverjar láta sér í léttu rúmi liggja þótt verksmiðjan í Essen sé í eigu útlendra aðila. Þar eru fjölþjóð- leg fyrirtæki á hveiju strái auk þess sem 15% íbúða svæðisins eru án atvinnu og því hafa menn einfaldlega ekki efni á því að agnúast út í álverið þess vegna. Hitt atriðið eru samskipti við verkalýðsfélögin. í Essen eru starfsmenn verksmiðjunnar í einu og sama verkalýðsfélaginu. Hjá IS- AL eru starfsmenn í 10 mismunandi félögum og skapar það auðsjáanlega erfiðleika sem þarf að yfirstíga.“ Dr. Roth nefnir ýmis dæmi því til staðfestingar að ISAL hafí á síðustu árum fengið fremur neikvæða ímynd hjá starfsfólki, en þó fyrst og fremst þeim sem eru utan svæðis- ins. Þar í hópi megi finna fólk úr öllum stéttum og ekki síst ýmsa stjórnmálamenn. En hvað er það sem hinn nýi forstjóri ISAL vill gera til að bæta ímynd fyrirtækisins út á við? „Það má segja að í því sambandi einbeitum við okkur fyrst og fremst að tveim meginþáttum. í fyrsta lagi bættum samskiptum við starfs- menn okkar. Við viljum auka streymi upplýsinga til þeirra og í því skyni höldum við m.a. nokkra fundi á ári með trúnaðarmannaráði og for- ystumönnum verkalýðsfélaga starfsmanna hér. Þar viljum við ræða öll mál opinskátt og sldptast á skoðunum. Þá gefum við út frétta- bréf mánaðarlega þar sem reynt er að koma á framfæri sem fjölbreytt- ustum upplýsingum um starfsemina og annað sem við teljum að geti orð- ið starfsmönnunum til gagns og án- ægju. Fleira má nefna undir þessum þætti. Til dæmis hafa verið gefnir möguleikar á styttri vinnuskyldu þeirra starfsmanna sem náð hafa 60 ára aldri og við höfum sett fram hug- wDebet Fjárhags- og launabókhald, innheimtur, tollskýrslugerð aðstoð og ráðgjöf o.fl. Ijósritun, ritvinnsla innbinding skjala Austurstræti 8 Stmar 670-320,10106 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.