Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 21
ráðgjöf séu sérfræðingar Þjóðhagsstofn-
unar og Seðlabanka að fást við svipuð
verkefni og starfsmenn Hagstofu og
hinna ýmsu ráðuneyta. Hvað hefur Jó-
hannes Nordal um þetta að segja?
„Hvað hagskýrslugerðina varðar tel
ég ekki vera um tvíverknað að ræða.
Verkaskipting milli þessara aðila er
glögg því við sinnum fyrst og fremst
frumskýrslugerð á sviði þjóðmála s.s.
um stöðu eriendra skulda, um ástand og
horfur í rekstri þjóðarbúsins o.s.frv.
Annar meginþáttur í starfi hagdeild-
anna eru spár og undirbúningur að
stefnu og ráðgjöf fyrir írkisstjóm. Þar
má segja að verkefni okkar og Þjóðhags-
stofnunar skarist að einhverju leyti en
um leið verður að teljast hollt að fleiri en
einn aðili leggi fram álit í efnahagsmál-
um. Þá gefst ríkisstjórn kostur á að bera
saman hinar ýmsu tillögur og eins og allir
vita sjá augu betur en auga.“
Seðlabankinn hefúr m.a. sætt gagn-
rýni fyrir það að auk ráðgjafarhlutverks
síns hafi bankinn með höndum margvís-
lega stjórn á rekstri viðskiptabankanna
og hún geti ekki samrýmst hugmyndum
manna um aukið frjálsræði á fjár-
magnsmarkaði. Jóhannes Nordal er ekki
sammála þessari gagnrýni og segir m.a.:
„Menn verða að athuga að bindiskylda
á banka og sparisjóði er hagstjómar-
tæki. Seðlabankinn getur einn stofnana í
landinu sinnt því verkefni því eitt megin-
hlutverk hans er að vera uppspretta
peninga í landinu. Bankanum ber því
skylda til að hafa áhrif á framboð peninga
í umferð og reglumar um bindiskyldu
em eitt af tækjunum til að hafa þar áhrif
á. Við verðum að muna að Seðlabankinn
er banki bankanna í iandinu og því ber
honum að hafa eftirlit með rekstri þeirra
að einhverju leyti.“
Jóhannes víkur að lokum að gagnrýni
þingmanna og ráöherra og bendir á að á
sama tíma og sumir þeirra ráðist að
bankanum með órökstuddum fullyrðing-
um aukist verkefni starfsmanna bankans
jafnt og þétt, en þau séu fólgin í hvers
konar uppiýsingaöflun fyrir þessa sömu
aðila.
„Við sinnum í auknum mæli hvers
konar kvabbi frá stjómmálamönnum og
ég vil taka skýrt fram að við kveinkum
okkur ekki undan þeirri vinnu. Okkur er
m.a. ætlað að veita þingmönnum upp-
lýsingar og teljum að hún sé eitt besta
tillegg til efnahagsumræðunnar í land-
inu, sem við eigum völ á,“ sagði Jóhann-
es að lokum.
áður var. En um það hvort réttlætanlegt
hafi verið að reisa 13000 fermetra bákn við
ekki verið
verða
og
Amarhól hafa menn
munu líklega seint
sammála.
Stefán Þórarinsson
forstöðumaður
rekstrarsviðs Seð-
labankans upplýsti
okkur um að húsið
væri nákvæmlega
13.263 fermetrar að
grunnfleti. Byggingin skiptist í
aðalhús, sem er fimm hæðir frá Amarhóli
séð en sex hæðir miðað við Skúlagötu að
norðanverðu. Við aðalbyggingu tengist
svo lágbygging sem er 2-3 hæðir. Kjallari
er undir allri byggingunni og þar em m.a.
80 bflastæði (Kolaport), vélasalur fyrir
loftræstingu, geymslur, aðstaða fyrir
starfsfólk og loks fjárgeymslur.
A jarðhæð er afgreiðsla fyrir peninga-
stofnanir, vinnusalir fyrir mynt- og seðla-
talningu, fjárhirslur auk þess sem Reikni-
stofa bankanna hefur um helming hæðar-
innar á leigu. Nýtir sú stofnun um 30% af
byggingunni í heild.
A 1. hæð er aðalinngangur frá Amar-
hóli, afgreiðslusalir, mötuneyti, gjaldeyr-
iseftirlit og skrifstofur Ríkisábyrgðarsjóðs
auk þess sem Reiknistofan er íhluta þessa
húsnæðis. A 2., 4. og 5. hæð em skrif-
stofur hinna ýmsu deilda bankans en á 3.
hæð em Þjóðhagsstofnun og Iðnþróunar-
sjóður til húsa.
Staðfest hefur verið að kostnaður við
þessa miklu byggingu, sem reis á tiltölu-
lega skömmum tíma, hafi verið um 1700
milljónir króna á núverandi verðlagi og er
þá tekinn inn kostnaður varðandi ýmis
tæki og búnað, m.a. vegna öryggisráð-
stafana sem auðvitað era hinar öflugustu í
slíku húsi.
Hver fermetri í Seðlabankabyggingunni
hefur því kostað um 130.000 krónur og
það verður að teljast alldýr bygging miðað
við það sem gerist og gengur um skrif-
stofuhúsnæði. Það skal þó undirstrikað að
kostnaður hefur ráðist af því að mjög var
vandað til byggingarinnar auk þess sem
inni í þessum tölum er ýmiss konar dýr
búnaður. Til dæmis þurfti að vanda mjög
til byggingar fjárhirslna bankans þar sem
gullið okkar allra er geymt neðan við sjáv-
armál.
Sérstakar fjái’veitingar úr ríkissjóði
komu ekki til þessarar byggingar því bank-
inn var reistur fyrir eigið fé og hafa margir
nefnt þá skýringu sem gott dæmi þess að
Seðlabankinn væri í raun ríki í ríkinu.
141STÖÐUGILDI í SEÐLABANKA
Og þá er það mannskapurinn. Þar hafa
Þeir sem gagnrýna
Seðlabankann benda á að
hann sé í veigamiklum atriðum
kominn langt út fyrir verksvið
sitt.
ýmsar tölur verið í umræðunni en sam-
kvæmt gögnum bankans sjálfs vom um
síðustu áramót taldir 153 starfsmenn í
Seðlabanka Islands eða 141
stöðugildi. Flest stöðug-
ildi em í hagfræði- og
peningamáladeildum
eða 25, í banka- og
gjaldeyriseftirliti
vom 22.5 stöðugildi
og 22 í aðalbókhaldi,
rekstrardeild, tölvudeild
og safnadeild. Þá vom 20 stöð-
ugildi í afgreiðsludeild og fjárhirslum, 19.5
í þjónustustörfum ýmiss konar, m.a.
mötuneyti og húsvörslu og 17 stöðugildi
em í alþjóðadeild, erlendum viðskiptum,
lögfræðideild og á skrifstofu bankastjóm-
ar. Loks vom talin vera 9 gildi í sjóðadeild
og 6 í endurskoðunardeild bankans. Sam-
tals 141 stöðugildi eins og áður sagði.
En hefur starfsmannafjöldi Seðlabank-
ans aukist mikið frá því hann varð sjálf-
stæð stofnun fyrir tæplega 30 ámm? Auð-
vitað er slflct mat afstætt en við athugun
kemur fram að hlutfallslega hefur stöðu-
gildum fjölgað minna í Seðlabankanum á
þessu tímabili heldur en í ýmsum öðrum
ríkisstofnunum, t.d. ríkisbönkum, ýmsum
sjálfstæðum ríkisfyrirtækjum og sumum
ráðuneytum. Lítum nánar á.
Arið 1961 vom stöðugildi við bankann
MINOLTA
LJÓSRITUNARVÉLAR
NETTAR, LITLAR 0G LÉTTAR
D-10
Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröiö!
Sú ódýrasta á markaðnum.
og
D-100
Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending
nákvæmni. Lágt verö og rekstarkostnaður.
MINOLTA EP50
5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka,
hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri.
iKJARAN
Síðumúla 14,108 Reykjavík, S 83022
21