Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 47
Eysteinn Helgason: Það eru allt of margir fundir haldnir hér á landi miðað við það sem gerist í Bandaríkjunum. reynslu eru fundir þess vegna ekki ofnotað form eða vettvangur til þess slappa af. Hins vegar hafa ansi margir það viðhorf til stjómenda sem sitja mikið á fundum að „þeir geri barasta ekki neitt því þeir séu alltaf á fund- um.“ GAMAN AÐ KOMA Á FUNDI í REYKJAVÍK Einn viðmælenda Frjálsrar versl- unar sem ekki vildi láta nafns síns getið sagðist hafa kynnst því í gegn- um störf sín hversu auðvelt það væri að fá menn utan af landi til þess að koma á fundi sem haldnir væru í Reykjavík. „Mönnum finnst gaman að komast úr fásinninu í iðandi mannh'f borgarinnar. Fundirnir sjálfir eru þá ef til vill bara aukaatriði ferðarinnar og jafnvel hafa mennirnir Ktinn áhuga á fundarefninu. En þeir nota ferðina til þess að sinna ýmsum einkamálum í borginni, búa á góðu hóteli og oftast án þess að þurfa að borga fyrir það og fá auk þess frí úr vinnu. Það sama má segja um utanlandsferðir íslendinga vegna funda eða ráðstefna. í þessar ferðir fer ótrúlega mikill kostnaður og tími. Fundirnir sjálfir taka kannski ekki nema nokkrar klukkustundir en ferðin í heild nokkra daga. Það læðist að manni sá grunur að í þessum tilfell- Þorvaldur Guðmundsson: Því færri fundir þeim mun betra. um séu fundir notaðir til þess að sækja afslöppun og skemmtan á fjar- lægum stað svipað og þegar memi utan af landi koma til Reykjavíkur á ráðstefnur eða fundi.“ MARKVISSARA í ÚTLÖNDUM Eysteinn Helgason núverandi framkvæmdastjóri Plastprents hefur eins og flestum er kunnugt starfað í Bandaríkjunum sem framkvæmda- stjóri Icelandic Seafood Corporation og getur því frætt lesendur um það hvort fundir séu eitthvað öðruvísi er- lendis. „Það eru allt of margir fundir haldnir hér á landi miðað við það sem gert er til dæmis í Bandaríkjunum. Ég held að fjarlægðir skipti miklu máli í þessu sambandi. Hér er nálægðin svo mikil og menn eiga mjög auðvelt með að skreppa á fund. Erlendis eru fjar- lægðir svo miklar að menn reyna að afgreiða málin á annan hátt. Menn nota símann, tölvuna eða telefax í samskiptum sínum við fólk. En burt- séð frá spurningunni um fjarlægðir held ég að íslenskir fundir, hvort sem þeir eru haldnir innan eða utan fyrir- tækja, séu almennt of langir, ómark- vissir, illa undirbúnir og þeim illa stjórnað. Þar af leiðandi er ekki við miklum árangri að búast. í Banda- Stefán Friðfinnsson: Bestu fundirnir eru þeir sem aðeins einn er viðstaddur, það sparar verulegan tíma. ríkjunum eru fundir almennt miklu betur skipulagðir og fundargerðin stutt og hnitmiðuð. Hér á landi þyrfti að gera mikið átak til þess að laga fundaformið," sagði Eysteinn. Þorvaldur Guðmundsson, þekkt- astur sem Þorvaldur í Sfld og fisk og einn ríkasti maður landsins, er sagður lítt hrifinn af fundum og löngum funda- setum og segir sjálfur; „Því færri fundir þeim mun betra.“ Hins vegar telur hann að fundir geti verið mjög gagnlegir og nauðsynlegt sé fyrir fyrirtæki að halda stundum innri fundi. „Það er mikilvægt að fulltrúar hinna ýmsu sviða innan fyrirtækja hittist og tali saman. Hægri höndin verður að vita hvað sú vinstri er að aðhafast og einnig geta slíkar viðræð- ur leitt til hagræðingar í rekstri. Auðvitað eru orð til alls fyrst og til dæmis eru fundir hjá Norðurlandaráði að mínu mati mjög gagnlegir þótt margir segi þá árangurslausa og óþarfa. Bæði fyrirtæki og þjóðlönd þurfa að hittast og skiptast á skoðun- um en verða að gæta hófs í þeim efn- um sem öðrum,“ sagði Þorvaldur. OF MARGIR VONDIR FUNDIR „Fundir eru í sjálfu sér hvorki góðir né vondir en hins vegar má segja að of 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.