Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 59
TÆKNI OFT ER í HOLTI HEYRANDI NÆR: HLERANIR - ERU ÞÆR STUNDADAR HÉR? Greinarhöfundur Arnþór Þórdarson er rafmagnsverkfrædingur frá Háskóla íslands og starfar hjá tæknideild Félags íslenskra iðnrekenda. Ýmsar vísbendingar eru um að hleranir séu við lýði hér á landi. I íslenskum lögum er slíkt athæfi stranglega bannað og aðeins í mjög mikilvægum til- vikum er lögreglu heimilt að hlera síma manna og þá aðeins að dómari hafi heimilað slíkt. Tæknin er fyrir hendi, tækin er auðvelt að fá. Erlendis eru hald- in námskeið um hleranir og varnir gegn þeim. Frjáls verslun kynnti sér þessi mál nánar. ÖRYGGIER ÁFÁTT HÉRLENDIS Nefnd á vegum ríkisins hefur nú um nokkurt skeið fjallað um innra ör- yggi íslenska ríkisins og þá einnig ör- yggi helstu ráðamanna þjóðarinnar. Þetta er mjög tímabært og það má með ýmsum rökum halda því fram að hér á landi séu vissir þættir á sviði öryggismála einstaklinga, fyrirtækja og ekki síst ríkisins ekki í samræmi við aðstæður. Þegar leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna komu hér til fundar haustið 1986 urðu landsmenn vitni að mestu öryggisráðstöfunum hér á landi frá stríðslokum. Þótti mörgum nóg um og margir áttu eríitt með að ímynda sér þá ógnun hér í fásinninu sem útheimti þvílíkt og annað eins. íslendingum er í fersku minni er tveir erlendir skemmdarvargar komu til landsins og unnu spjöll í Hvalstöð- inni, sökktu tveimur hvalveiðiskipum við bryggju í Reykjavík og hurfu síðan úr landi án þess að nokkuð fengist að gert. Stjórnendur ýmissa fyrirtækja hér- lendis hafa gripið til þess ráðs að hafa húsakynni fyrirtækjanna læst en af- henda starfsmönnum þeirra sérstök aðgangskort og hafa síðan strangt eftirlit með öllum gestum. Þetta er gert í öryggisskyni. Fyrir skömmu var haft eftir forstjóra fyrirtækis, sem hefur haft slíkt öryggiskerfi í nokkur ár, að menn hefðu í byrjun verið treg- ir til að skilja mikilvægi þess að tryggja öryggi starfseminnar og gest- ir gjaman brosað að tiltækinu. í febrúar á þessu ári var það í frétt- um að einkasímtal tveggja íslenskra ráðherra hefði óvænt heyrst í þriðja símanum og ekki fundist nein skýring á þessum samslætti í símakerfmu. Aðeins tveimur vikum síðar vaknaði grunur um að sími tiltekins blaða- manns í Reykjavík væri hleraður. Það atvikaðist svo að ljós tók að loga á litlu aðvörunartæki sem blaðamaðurinn hafði tengt við síma sinn og gaf þar með til kynna að verið væri að hlera símann. Sérfræðingar Pósts og síma rannsökuðu í þessu tilviki símakerfið í húsi blaðamannsins en fundu ekkert athugavert. Samtöl í farsímum og fjarskipti lögreglu má hlusta á í sérstökum við- tækjum með breitt tíðnisvið og leitara sem finnur þær bylgjur sem eru í notkun hverju sinni. Tæki þessi (svo- nefndir „Skannar") eru víða til og hafa þá verið keypt erlendis því að sala á þeim er ekki leyfð hér. Póstur og sími hefur lýst því yfir að innan tíðar verði boðið upp á brenglunarbúnað fyrir farsímanotendur þannig að ekki verði lengur hægt að hlera þau símtöl sem fara í gegnum farsímakerfið. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.