Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 60
REFSIVERT ATHÆFI Nútímatækni gerir kleift að hlera nánast hvaða fjarskipti sem er, þ.e.a.s. venjulega síma, farsíma, tal- stöðvar, póstfax og telex. Jafnvel vinnslu í tölvum og sendingar milli tölva er hægt að hlera og þýða. Það er auðvitað algerlega bannað samkvæmt íslenskum lögum að hnýs- ast á þennan hátt í einkamál annarra og líklegt að tekið sé afar hart á lög- brotum af þessu tagi fyrir dómstól- um. I íslenskum lögum varðar slíkt athæfi fjársektum eða allt að eins árs varðhaldi. Sé nútímarafeindatækni beitt eru menn álíka berskjaldaðir eins og þeir voru þegar gamla sveitasímakeríið var og hét. Þá voru margir símnot- endur sem notuðu sömu símalínu og gat þá hver sem var tekið upp tólið og hlustað (legið á línunni) á samtal ein- hverra tveggja aðila sem voru að tala saman. Ef menn vildu koma leynileg- um upplýsingum áleiðis þá varð að notast við einhvers konar dulmál. KEYPT GEGNUM PÓSTVERSLANIR Starfsemi á sviði rafeindanjósna er nú orðin blómleg atvinnugrein erlend- is. Frjáls verslun hefur undir höndum Pöntunarlisti fyrir hlerunarbúnað. ítarlega vörulista frá þýskri póst- verslun sem býður til sölu úrval af hvers kyns tækjum og búnaði til hler- unar - og til þess að finna hlerunar- búnað svo koma megi í veg fyrir hler- anir. Lítum sem snöggvast í vörulist- ann. SIMI HLERAÐUR Til þess að hlera símtöl er hægt að mmmmmmmmmmmmmmi kaupa örsmáan FM-sendi sem komið er fyrir í tengidós fyrir símtækið eða annars staðar þar sem hægt er að komast að símaleiðslunni. Þessi sendir er á stærð við sykurmola og vegur aðeins 4 grömm. Hann fær orku frá símakerfinu og þarfnast ekki rafhlaða. Þegar síminn er notaður þá nemur sendirinn samtalið og sendir út á fyrirfram valinni FM-tíðni. Þessi tíðni er þá valin innan þess sviðs sem venjuleg útvarpstæki ráða við (88 til 110 MHz). Sendirinn dregur allt að 500 metra og innan þeirrar fjarlægð- ar, t.d. í bíl eða öðru húsi, má þá hlýða á símtalið í venjulegu FM-útvarps- tæki. Verðið er 500 mörk. HUÓÐNEMI í BLÓMAVASANUM! Til þess að hlera símtöl manna í tilteknu herbergi býðst títill FM- sendir (á stærð við sykurmola) með innbyggðan hljóðnema og rafhlóðu. Þennan búnað þarf síðan að fela í her- berginu t.d. festa með kennara- tyggjói undir borðplötu, gluggasyllu eða einhverju álíka. Búnaðurinn nem- ur síðan allt talað mál í herberginu og sendir þráðlaust út á fyrirfram stilltri bylgjulengd. I góðu útvarpstæki má síðan hlýða á sendinguna í nokkur hundruð metra fjarlægð. Hljóðnem- fyrir bakið nj)ú sefur BAY JACOBSEN* heilsudýnan og koddinn hafa fengiö frábærar viðtökur um allan heim. Dýnan lagar sig eftir þunga líkamans. Dýnan nuddar líkamann á meöan þú sefur. RUMIÐ hf Grensásvegi 12 Sími: 678840
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.