Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 42
Fjölgun í AS/400 tölvufjölskyldunni Þann 21. febrúar sl. markaðssetti IBM áhugaverðar nýjungar fyrir AS/400 tölvurnar. Þessar nýjungar stuðla að því að viðskiptavinir IBM varðveiti enn frek- ar þá fjárfestingu sem þeir gera í tölvu- búnaði. Nýjungamar gera mönnum nú kleift að stækka um meira en helming B20 gerðina ásamt því að ný vél B70 sér nú dagsins ljós. AS/400 tölvusamstæðurnar eru kraft- miklar og auðveldar í notkun og eru hannaðar fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. Stækkunar- og tengingarmöguleikar þessara véla gera þær að auki hentugar sem deildar- eða útibústölvur fyrir fyrir- tæki sem eru með dreifða starfsemi. Helstu breytingar Helstu breytingar sem fram komu fyrir gerð Bl 0 og B20 voru þær að nú er hægt að fá viöbyggingu við gerð B20.1 þessa viðbyggingu er hægt að setja fjóra 315 MB diska ásamt viðbótar segulbands- stöð og disklingastöð. Fjarvinnslumögu- leikar aukast úr 8 fjarvinnslulínum í fjórt- án. Minni í gerð BIO stækkar úr 8 MB í 16 MB að hámarki og í gerð B20 úr 8 MB í 28 MB að hámarki. Viðbyggingin sem nú er fáanleg við gerð B20 lítur eins út og vélin sjálf og tengist við vélina með þrem köplum sem fylgja búnaðinum. Hægt er að setja fjóra 315 MB diska í viðbygginguna eins og áður sagði. Þetta þýðir að diskapláss 1. tbl. - 3. árg. 1989 Útgefandi: IBM á fslandi Skaftahlíð 24,105 Reykjavík Ábyrgðarmaður: Gunnar M. Hansson forstjóri Efnisstjóri: Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Umsjón: Kynning og Markaður - KOM h.f. Fjölmiðlum er frjálst að nota efni úr blaðinu í heild sinni eða að hluta, en eru þá vinsamlegast beðnir að geta heimildar. stækkar úr 945 MB í 2.205 MB eða um meira en helming. Ef viðskiptavinur velur viðbótar segulbandsstöð er aðeins hægt að hafa þrjá 315 MB diska íviðbygging- unni og er þá hámarks diskapláss 1.890 MB. Peir viðskiptavinir sem hugsa sér að byrja smátt en vilja eiga þess kost að stækka tölvubúnaðinn eftir því sem tölvuvæðing kemst á geta byrjað með þvíað kaupa sér litla B10 gerð og stækka hana síðan í hámarksstærð af B20 gerð. Það er líka mjög hentugt að þurfa ekki að fastsetja peninga í tölvubúnaði fyrr en þörf er á. Hraðvirkari tölva og nýir diskar Mýja tölvan B70 stækkar enn frekar AS/400 tölvufjölskylduna. Viðskiptavinir eiga nú kost á hraðvirkari tölvu og innra minni ásamt enn stærra diskarými, fleiri notendum og fjarvinnslulínum. í vélinni er nýtt minnisspjald, um 30% hraðvirk- ara en önnur minnisspjöld í AS/400. Þetta minnisspjald er einungis fyrir gerð B70. Markaðssetningin á B70 er svar IBM við síauknum kröfum viðskiptavina IBM um stækkunarmöguleika. Samfara þessum breytingum kemur nú einnig ný gerð af diskum. Om er að ræða svo kall- aða 9332 diska sem við þekkjum sem 400 MB diska, en nú eiga viðskiptavinir IBM kost á að fá 600 MB diska. Það gerir það að verkum að hámarksstærðir á diskum breytast á öllum stærri AS/400 tölvunum. Nú er hámarksstærð á disk- um fyrir gerð B30 og B40 9.600 MB en var áður 6.200 MB. Hámarksstærð á diskum fyrir gerð B50 er nú 19.200 MB en var áður 13.200 MB. Og hámarks- stærð á diskum fyrir gerð B60 er 38.400 MB en var áður 27.200 MB. Með eru einnig fáanlegir diskar að hámarksstærð 38.400 MB fyrir gerð B70. Hafið samband við sölumenn IBM og þeir munu fúslega veita ykkur frekari upplýsingar. Hér má sjá nokkra áhugasama nemendur í Hjallaskóla, í Kópavogi, ásamt Kristínu Steinarsdóttur, kerfisfræðings hjá IBM, við tækjabúnaðinn sem skólinn hlaut að gjöf frá IBM á íslandi í janúar sl., í tengslum við íslenskt-danskt samskiptaverkefni á grunnskólastigi. Með þessum tölvubúnaði tengist Hjallaskóli, ásamt Foldaskóla, Grunnskólanum í Þorlákshöfn og Hallormsstaðaskóla, sem fengu samskonar gjöf frá IBM, við erlendar skólastofnanir. Nú hafa þrír skólar til viðbótar bæst í hópinn; Ketilstaðaskóli í Mýrdalshreppi, Seljalandsskóli í V-Eyjafjallahreppi og Melaskóli og fleiri skólar hafa sýnt áhuga á þessu verkefni. í framhaldi af tölvukaupum Ketilstaða- skóla og Seljalandsskóla var haldið sameiginlegt námskeið fyrir mjög áhugasama kennara skólanna. Þess má geta að IBM á íslandi í samvinnu við Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvélar bjóða þeim skólum sem eiga IBM-búnað aðstoð og þjónustu sem þarf til að tengjast þessu verkefni. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.