Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 57
TOLVUR
APPEL EINKATÖLVUR:
RENNA ÚT ÞRÁn FYRIR
29% VERÐHÆKKUNINA
- TVÆR NÝJAR TEGUNDIR VÆNTANLEGAR
Unnið á Appel II.
Fyrir nokkrum mánuðum
vakti það almenna reiði meðal
bandarískra markaðssérfræð-
inga og neytenda er Apple
Computer Inc. hækkaði verð á
smátölvum til einkanota um
29%. Núna hefur fyrirtækið
hlotið viðurkenningu á fjár-
málamörkuðum Wall Street
fyrir tiltækið.
Enn liggja staðfestar upplýsingar
um tekjur fyrirtækisins eftir hækkun-
ina ekki fyrir, en bráðabirgðaskýrslur
hlutlausra markaðsfræðinga sýna, að
þó einhverjir kaupendur hafi hætt við
kaup á Apple tölvum vegna hækkun-
arinnar 12. september sl., hafi hærra
verðið ekki dregið úr þeim hagnaði er
fyrirtækið naut fyrir hækkunina.
Verðhækkunin hefur heldur ekki
valdið birgðasöfnun. Verksmiðjurnar
hafa varla haft undan að framleiða upp
í pantanir, þó unnið sé á vöktum allan
sólarhringinn.
Markaðssérfræðingar álíta að
u.þ.b. helmingur af öllum smátölvum
til einkanota sem Apple verksmiðj-
urnar framleiða seljist fyrir milligöngu
smásala, en álíka magn sé selt beint til
fyrirtækja. Könnun sem gerð var hjá
um 400 smásölum leiddi í ljós að þeir
seldu um 37.000 einkatölvur í ágúst,
fyrir verðhækkunina. Salan jókst í
september upp í 40.800, en féll í
október niður í 36.100. í nóvember
jókst salan lítillega á ný upp í 36.500.
En þar sem meðalheildsöluverð á
Apple einkatölvum hækkaði úr 2.097
dollurum í ágúst upp í 2.449 dollara í
nóvember jukust mánaðarlegar tekj-
ur fyrirtækisins úr 77.6 milljónum
dollara í ágúst í fyrra í 89.4 milljónir í
nóvember, að áliti StoreBoard, end-
urskoðunarfyrirtækis í Dallas. Að
dómi forstjóra StoreBoards skipti
hækkunin engu máli í augum kaup-
endanna. „Þetta eru einu tölvurnar af
þessari gerð sem fáanlegar eru og
eiga því engan sinn líka“.
Haft er eftir öðrum markaðssér-
fræðingi, að Apple hafi haft enn eina
ástæðu til að hækka verð einkatölv-
anna. Með því hafi fyrirtækið skilið
eftir rými á markaðnum fyrir nýjar
tölvutegundir frá fyrirtækinu, sem
væntanlegar séu á markaðinn um
mánaðamótin janúar/febrúar.
Talsmenn Apple neita að gefa
nokkrar upplýsingar um vörutegundir
sem ekki eru komnar á markaðinn.
En markaðssérfræðingar segja að
væntanlegar séu að minnsta kosti
tvær nýjar tegundir einkatölva frá
Apple, sem kosta munu 5-6.500 doll-
ara. Talið er líklegt að þær séu aukin
og endurbætt útgáfa af Macintosh
SE-tölvunum.
Þýtt og endursagt - A.St
57