Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 57
TOLVUR APPEL EINKATÖLVUR: RENNA ÚT ÞRÁn FYRIR 29% VERÐHÆKKUNINA - TVÆR NÝJAR TEGUNDIR VÆNTANLEGAR Unnið á Appel II. Fyrir nokkrum mánuðum vakti það almenna reiði meðal bandarískra markaðssérfræð- inga og neytenda er Apple Computer Inc. hækkaði verð á smátölvum til einkanota um 29%. Núna hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningu á fjár- málamörkuðum Wall Street fyrir tiltækið. Enn liggja staðfestar upplýsingar um tekjur fyrirtækisins eftir hækkun- ina ekki fyrir, en bráðabirgðaskýrslur hlutlausra markaðsfræðinga sýna, að þó einhverjir kaupendur hafi hætt við kaup á Apple tölvum vegna hækkun- arinnar 12. september sl., hafi hærra verðið ekki dregið úr þeim hagnaði er fyrirtækið naut fyrir hækkunina. Verðhækkunin hefur heldur ekki valdið birgðasöfnun. Verksmiðjurnar hafa varla haft undan að framleiða upp í pantanir, þó unnið sé á vöktum allan sólarhringinn. Markaðssérfræðingar álíta að u.þ.b. helmingur af öllum smátölvum til einkanota sem Apple verksmiðj- urnar framleiða seljist fyrir milligöngu smásala, en álíka magn sé selt beint til fyrirtækja. Könnun sem gerð var hjá um 400 smásölum leiddi í ljós að þeir seldu um 37.000 einkatölvur í ágúst, fyrir verðhækkunina. Salan jókst í september upp í 40.800, en féll í október niður í 36.100. í nóvember jókst salan lítillega á ný upp í 36.500. En þar sem meðalheildsöluverð á Apple einkatölvum hækkaði úr 2.097 dollurum í ágúst upp í 2.449 dollara í nóvember jukust mánaðarlegar tekj- ur fyrirtækisins úr 77.6 milljónum dollara í ágúst í fyrra í 89.4 milljónir í nóvember, að áliti StoreBoard, end- urskoðunarfyrirtækis í Dallas. Að dómi forstjóra StoreBoards skipti hækkunin engu máli í augum kaup- endanna. „Þetta eru einu tölvurnar af þessari gerð sem fáanlegar eru og eiga því engan sinn líka“. Haft er eftir öðrum markaðssér- fræðingi, að Apple hafi haft enn eina ástæðu til að hækka verð einkatölv- anna. Með því hafi fyrirtækið skilið eftir rými á markaðnum fyrir nýjar tölvutegundir frá fyrirtækinu, sem væntanlegar séu á markaðinn um mánaðamótin janúar/febrúar. Talsmenn Apple neita að gefa nokkrar upplýsingar um vörutegundir sem ekki eru komnar á markaðinn. En markaðssérfræðingar segja að væntanlegar séu að minnsta kosti tvær nýjar tegundir einkatölva frá Apple, sem kosta munu 5-6.500 doll- ara. Talið er líklegt að þær séu aukin og endurbætt útgáfa af Macintosh SE-tölvunum. Þýtt og endursagt - A.St 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.