Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 6

Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 6
5 RITSTJÓRNARGREIN 8 FRÉTTIR 14 SEÐLABANKINN Frjáls verslun leitar nú svara við því hvað menn geri fleira í Seðlabankanum en að naga blýanta. Stráksleg yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar um að 6 af 166 starfsmönnum bankans vinni en hinir 160 fáist við að naga blýanta er kveikjan að þessari umflöllun okkar. Rætt er við Jón, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra, Eyjólf Konráð Jónsson alþingismann og fleiri um hlutverk og viðfangsefni bankans. Rakin er þróun hans og vöxtur úr skúffu í stofnun sem hreiðrað hefur um sig í 1700 milljón króna byggingu sem ein sér hefur orðið mörgum þymir í augum. í þessari umfjöllun um Seðlabankann kemur margt á óvart, m.a. það að þrátt fyrir allt er vöxtur bankans minni en ríkisbáknsins. 23 ÍMYND FYRIRTÆKJA Fyrir nokkru lét Frjáls verslun Gallup á íslandi gera könnun fyrir sig á viðhorfum fólks til íslenskra fyrirtækja. Niðurstöður þessarar könnunar vöktu mikla athygli og hafa orðið tilefni til umræðna um fmynd fyrirtækja og stjórnenda þeirra. Hér em birt viðtöl við þrjá menn um ímynd fyrirtækja og stjórnenda. Það em þeir Davíð Sch. Thorsteinsson hjá Sól hf. sem reyndist vera vinsælasta fyrirtæki á íslandi samkvæmt fyrmefndri könnun, Dr. Christian Roth forstjóri ísals sem mjög hefur lagt sig fram um að breyta ímynd álversins frá því hann tók við stjóm þess á miðju síðasta ári og Gunnar Steinn Pálsson hjá GBB Auglýsingaþjónustunni en hann er kunnur auglýsingamaður og einn af helstu ímyndarsérfræðingum landsins. 30 UMBÚÐAHÖNNUN Með auknu mikilvægi stórmarkaða hefur þýðing umbúða aukist til muna. Umbúðir hafa að nokkm tekið við hlutverki sölumanna. Kristín Þorkelsdóttir ritar grein um sölugildi umbúða og við birtum stutt viðtal við hana. 35 AÐ UTAN 44 FUNDIR Þeir sem eiga erindi við forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana kvarta oft undan því að erfitt sé að ná sambandi við þá vegna þess að þeir séu svo oft á fundum. Við reynum að átta okkur á því hvort fundir séu nauðsyn, plágur eða ofnotað form. Rætt er við nokkra menn og svo virðist sem viðhorf þeirra séu mjög á sama veg. 53 HEILSA Fólk er stöðugt að vakna betur til vitundar um gildi hollra h'fshátta. Athyglin beinist ekki einungis að tómstundum fólks heldur einnig að því vinnuumhverfi sem fólk hrærist í. Rætt er við Grím Sæmundsen lækni sem sérhæft hefur sig í fyrirtækjalækningum sem m.a. beinast að forvamarstarfi og bættum hollustuháttum á vinnustað. 57 TÖLVUR 59 HLERANIR Fyrirtækjanjósnir og hleranir valda vaxandi áhyggjum í viðskiptum um allan heim. Amþór Þórðarson veltir því fyrir sér hvort njósnir af þessu tagi séu stundaðar á íslandi. 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.