Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 9

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 9
FRETTIR DAVIÐ HÆTTIR FORMENNSKU IIÐNAÐARBANKANUM: BRYNJÓLFUR TEKUR VIÐ Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda var kjör- inn formaður bankaráðs á aðalfundi Iðnaðarbank- ans sem haldinn var 17. mars í stað Davíðs Sch. Thorsteinssonar sem gengt hefur formennsku síðustu 7 árin á miklum uppgangstímum bank- ans. Afkoma bankans var góð á árinu 1988. Hagn- aður nam 137 milljónum króna eftir að 103 mill- jónir hafa verið greiddar í tekju- og eignaskatta. Ar- ið 1987 nam hagnaðurinn 107 milljónum og tekju- og eignarskattur 30 mill- jónum. Eigið fé bankans í árslok nam 950 milljón- um króna og hafði aukist á árinu úr 691 milljón króna. Fráfarandi bankaráðs- formaður leit yfir síðustu 7 ár í ræðu sinni. Þar kom m.a. fram að ráðstöfunar- fé hefur þrefaldast, niður- stöðutölur efnahags- reiknings hafa 2,7 fald- ast, eigið fé hefur AUGLYST FYRIR 35 MILUÓNIR Iðnaðarbankinn varði 35 milljónum króna í aug- lýsingar og markaðs- starfsemi á árinu 1988. Þetta kom fram á aðal- fundi bankans fyrir skömmu. Ætla má að Iðnaðar- bankinn sé í hópi stærri auglýsenda hér á landi. iillíi!!!!!! 1 illilliífi!! mijjjmji !!!!!!!HHl þrefaldast, færslufjöldi bankans hefur aukist úr 2,8 millj. færslum í 8,2 milljónir færslna á þessu 7 ára tímabili. Þá hefur störfum fjölgað úr 129 í 303 á þessum árum. Bankinn hefur komið á ýmsum nýjungum í bankamálum hér á landi. T.d. tölvureikningum ár- ið 1984, AL-reikningum og NÚ-reikningum. Þá hóf Iðnaðarbankinn gjaldeyrisskipti á tíma- bilinu, stóð fyrir stofnun Glitnis hf og Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbank- ans svo eitthvað sé nefnt. A fundinum voru Ilavíð Sch. Thorsteinssyni þökkuð frábær störf fyrir bankann. I bankaráð Iðnaðar- bankans voru kjörnir, auk Brynjólfs Bjarnason- ar: Haraldur Sumarliða- son, Sigurður Kristins- son, Sveinn Valfells og Magnús Helgason. FORSKOTI BJORNUM: SANITAS ÞENST UT Svo virðist sem Sanitas hafi unnið fyrstu orrust- una um bjórinn á Islandi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð góðu forskoti og er talið vera með 80- 90% af dælum og bjór- pumpum á börum og veit- ingahúsum. Bjórsala Sanitas þessar fyrstu vik- ur hefur verið gífurleg. Samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtækin 1987 var Sanitas í 125. sæti með 461 milljón króna í veltu. Vífilfell var þá í 60. sæti með 942 millj.kr. veltu en Ölgerð- in Egill var í 162. sæti með 342 millj.kr. veltu. Eftir heimildum sein blaðið telur áreiðanlegar nam sala Sanitas 560 millj.króna árið 1988 en mun nú stefna í að fara yfir 1000 milljónir á árinu 1989 eftir tilkomu bjórs- ins. Ef það gengur eftir verður yfirburðastærð Vífilfells úr sögunni og við tekur hörð barátta um forystu í drykkjavöru- framleiðslu á íslandi. En það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig Vífilfelli og Sól mun reiða af á bjórmarkaðnum þegar þeirra útspil sjá dagsins ljós. OSTA OG SMJÖRSALAN: SÍS VILL SEUA Ólafur Sverrisson stjórnarformaður SIS er í nokkuð skrítinni stöðu um þessar mundir. SÍS vill selja Osta- og Smjörsölunni hlut sinn í fyrirtækinu á 125 mill- jónir króna en Osta- og Smjörsalan vill bara borga 50 milljónir króna fyrir hlutinn sem nemur fjórðungi fyrirtækisins. En Ólafur Sverrisson er líka stjórnarformaður í Osta- og Smjörsölunni og verður því báðum megin við borðið í þeim samn- ingaviðræðum sem fram mun fara um þessar mjög svo mismunandi verð- hugmyndir aðilanna.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.