Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 17

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 17
Hús Seðlabanka ís- land hefur löngum verið umdeilt og er nokkurs konar tákn þess styrrs sem stað- ið hefur um bank- ann. árum. Undirbúningur greiðslusamninga við erlenda aðila og fyrir erlendar lántökur ríkissjóðs eru á hendi Seðlabankans auk þess sem opinberum stofnunum og fyrir- tækjum er veitt ráðgjöf varðandi slík mál. Alþjóðadeild bankans hefur margvísleg samskipti við erlenda banka auk þess sem hún tekur þátt í samstarfi við sambærileg- ar erlendar stofnanir. Bankinn hefur með höndum gjaldeyris- eftirlit sem þýðir að hann skal hafa yfirsýn yfir gjaldeyrisnotkun í landinu og annast alla skýrslugerð þar um. UNNIÐ UR FRUMGÖGNUM Annað helsta hlutverk starfsmanna Seðlabankans er samantekt upplýsinga og skýrslugerð úr frumgögn- um um ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Áætlanir eru gerðar um þró- un peningamála, m.a. sem liður í árlegri fjárfestingar- og Iánsfjáráætlun ríkis- stjómarinnar. Þetta hlutverk tengist því ákvæði í lögum bankans að vera stjóm- völdum til ráðuneytis um hvaðeina sem lýtur að efnahagsmálum þjóðarinnar. Fjármagnsmarkaðurinn á íslandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu ámm og Seðlabankanum er ætlað að vaka þar yfir öllum hræringum. í því skyni er safnað upplýsingum og gerðar skýrslur um fjár- festingarlánasjóði, lífeyrissjóði og trygg- ingafélög auk þess sem tekin eru saman Að flestra mati er meginhlutverk Seðlabankans fólgið í því að vera banki bankanna. yfirlit um myndun og notkun fjármagns í þjóðarbúskapnum. Náið samstarf er haft við Þjóðhagsstofnun, fjármálaráðuneyti og Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Utgáfumál em viðamikil í Seðlabanka íslands því ekki er nóg að taka saman fróðleik um efnahagsmál; hann verður einnig að vera aðgengilegur fyrir þá sem gagn eiga að hafa af slíku. í þessu skyni er gefin út ársskýrsla á hverju ári, Fjármála- tíðindi, sem er ítarlegt tímarit á vegum bankans og Hagtölur mánaðar- ins koma reglulega út. Loks má nefna ensku útgáfuna Economic Statistics, en þessi gögn ásamt fjölda annarra erlendra og inn- lendra rita liggja frammi í bókasafni bankans sem nú er verið að taka í notkun í nýju bygging- unni við Kalkofnsveg. Loks má geta hlutverks sem Seðla- bankinn hefur með höndum og að mati sumra hefur ekki þótt í verkahring hans: Bankinn hefur um langt árabil séð um rekstur Ríkisábyrgðarsjóðs og Verðjöfii- unarsjóðs fiskiðnaðarins en auk þess legg- ur bankinn Iðnþróunarsjóði til húsnæði og nokkra sérfræðiþjónustu. ÚT FYRIR VERKSVIÐIÐ Þeir sem gagnrýnt hafa Seðlabankann benda á að hann sé í veigamiklum atriðum kominn langt út fyrir verksvið sitt. M.a. hefur bindiskylda bankans varðandi inn- lánsstofnanir verið mönnum þymir í aug- um svo og ákveðin binding vaxta hjá bönk- um og sparisjóðum. Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður hefur oft bent á þetta atriði og sagði hann í samtali við Fijálsa verslun að brýnt væri að bankinn léti af slíkum afskiptum. „Þama eiga auðvitað sök pólitíkusamir sem hafa í gegnum árin samþykkt hver lögin á fætur öðmm um að auka verkefni þessarar stofnunar og fært þau frá upp- haflegum markmiðum hennar. Seðlabank- inn á fyrst og fremst að vera sjálfstæður ráðgjafi ríkisstjómarinnar í fjármálum og það verkefni ásamt eftirliti með öðrum peningastofnunum þarf að efla og FYRIKECKID ■ 12 HYSTSII :: ■ SÁ RÉm FYRIR MG ÍSbENZKA QMBBÐSSAbAN HF. KtAPPARSTÍG 29, S. (91) - 2 64 88 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.