Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 20
FORSIÐUGREIN UNDRAST UMMÆLIRAÐHERRA - SEGIR JÓHANNES NORDAL SEÐLABANKASTJÓRI Jóhannes Nordal: Þjóðin á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af frekari byggingum Seðlabankans næstu öldina! „Við höfum haft þá megin- reglu hér í Seðlabankanum að skattyrðast ekki við þá aðila sem hafa verið að gagnrýna bankann en hitt er annað mál að ég undrast að ábyrgir stjórn- málamenn í æðstu stöðum skuli ekki geta hamið tungu sína betur en raun ber vitni. Vera má að við höfum vanrækt að kynna almenningi og stjórn- málamönnum þau störf sem hér eru unnin en ég fullyrði að þeir menn á Alþingi sem hafa haft uppi ásakanir á hendur Seðlabankanum vita betur en þeir vilja vera láta“, sagði Jó- hannes Nordal bankastjóri Seðlabanka íslands í samtali er hann var spurður um þá gagnrýni sem bankinn hefur sætt að undanförnu. Jóhannes segir að frá upphafi hafi bankinn verið gagnrýndur enda sé slíkt aðhald nauðsynlegt. Það sé hins vegar nýtt að ráðherra í ríkisstjórn landsins hafi uppi ásakanir æ ofan í æ sem ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum aldrei kveinkað okkur undan rökstuddri gagnrýni en það er illt að sitja undir slíkum árásum. Það er fundið að mannahaldi bankans og klifað á þvf að hér séu allt of margir við störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að á sama tíma og ijölmargir þættir hafa bæst við í starfsemi Seðlabankans hefur starfs- mönnum ekki fjölgað eins mikið og gerst hefur hjá öðrum bönkum eða ríkisstofn- unum. Ég nefni t.d. bankaeftirlit, rík- isábyrgðarsjóð, verðjöfnunarsjóð fiskið- naðarins og margvísleg verkefni fyrir ríkið vegna lánsfjáröflunar heima og er- lendis." Jóhannes var spurður um það hvort stjómendur bankans hefðu uppi ein- hverjar áætlanir um stærð hans og um- fang á næstu árum; hvort búast mætti við svipaðri aukningu í rekstri næstu áratugi? „Það er mitt mat að lítil aukning verði á umfangi Seðlabankans næstu árin. Ýmsir þættir munu dragast saman íkjöl- far aukins frjálsræðis á markaði en á hinn bóginn mun eftirlitsskylda bankans auk- ast að sama skapi. Hér hafa menn hreiðrað um sig í rúmgóðu húsnæði og þjóðin á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af frekari byggingum Seðlabankans næstu öldina!“ Talið berst að Seðlabankahúsinu við Arnarhól og Jóhannes er spurður hvort það samrýmist ráðum bankans um sparnað og aðhald í ríkisrekstri að byggja 13000 fermetra hús sem er talið kosta um 1700 miljónir króna? „Það hefur margsinnis verið tíundað að Seðlabankinn byggði þetta hús fyrir eigið fé að verulegu leyti. Auðvitað skal það viðurkennt að húsið var dýrt í bygg- ingu enda öryggi í fyrirrúmi. Varðandi það hvort nauðsynlegt hafi verið að byggja nú skal það eitt sagt að þessi stofnun var hýst í einum sex húsum í borginni og það sjá allir að slíkt gat ekki gengið öllu lengur." Um aukningu í mannahaldi sagði Jó- hannes að stöðugildum hefði fjölgað að meðaltali um eitt á ári síðastliðinn ára- tug. Stjórn bankans hefði sjálfdæmi um mannaráðningar eins og aðrar sjálfstæð- ar ríkisstofnanir en auðvitað starfaði bankastjórn og bankaráð í umboði Al- þingis. Nú hafa forsjármenn ríkisins verið gagnrýndir fyrir það að of margar stofn- anir sinni svipuðum verkefnum. Fullyrt hefur verið að varðandi skýrslugerð og 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.