Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 32

Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 32
HONNUN AUK hefur hannað margar „kynslóðir" af umbúðum utan um Emmess ís. Hér eru umbúðir utan um nýjustu ísafurðina, París. stakri framsetningu að halda innan um fjölbreytt framboð tilbúinna rétta. AUGLÝSINGAMÖGULEIKAR Á UMBÚÐUM Hjá mörgum framleiðendum mynda margar vörutegundir þá sölu- deild sem þarf til að standa undir rekstri. Þá er oft álitamál hvaða vörur eigi að auglýsa. Það þarf að veðja á hvaða vörur beri auglýsingakostnað og skili honum til baka með aukinni sölu. Stundum er engin einstök vöruteg- und nægilega stór til að bera auglýs- ingar nema rétt í byrjun þegar varan er markaðssett. Tvö atriði er vert að íhuga sérstak- lega í slíkum tilvikum: í fyrsta lagi: Vörumerkið. Sú við- skiptavild sem fylgir góðu vörumerki er mjög mikils virði og getur færst yfir á nýjungar, að minnsta kosti að því marki að neytandinn sé tilbúinn að rejma þær. Auglýsingar í fjölmiðlum ættu að beinast að því að styrkja vörumerkið. í öðru lagi: Auglýsingaplássið á umbúðunum sjálfum. Við hönnun umbúðanna ber að líta svo á að þar sé verið að gefa vörunni ímynd gagnvart neytandanum. Hér er því um mjög verðmætt pláss að ræða. Til að nýta það rétt þarf að átta sig á hverjir séu líklegir neytendur og við hvaða aðstæður vörunnar sé neytt. Tökum dæmi: Þú ert staddur í matvöruverslun. Röltir um og ert að spá í helgarinn- kaupin. Gengur fram hjá frystikistun- um í leit að „einhverju ætilegu"! í köldum frystinum birtist þér hlý mynd af heitum Dala Brie. Lausn á smáveislu helgarinnar lendir í inn- kaupakörfunni. Hvað gerðist? Myndmál umbúðanna kom í stað orða sölumannsins. Umbúðimar töl- uðu til þín á máli sem snerti þig. Þær töluðu til bragðlaukanna og lofuðu þér lítilli veislu við hagstæðar aðstæður. (Þegar heim var komið var þér leiðbeint á bakhlið umbúðanna um hvemig þú stæðir að matreiðslu, þú varst upplýstur um hvemig varan væri samsett og hve mikið væri í pakkanum. Þar var matreiðslumeist- arinn kominn við hlið þér og næring- arfræðingurinn lagði líka orð í belg). Með slíkri notkun á plássi er verið að nýta „frítt auglýsingapláss" því prentkostnaður eykst ekki þótt vand- að sé til hönnunar. Hönnunarkostnaðurinn eykst við umbúðimar en minnkar á síðari stig- um við auglýsingagerð, þegar hægt er að leggja aukna rækt við vömí- myndina á sjálfum umbúðunum. Auglýsingarnar em í raun færðar framar í ferlinu. AUK hf, Auglýsingastofa Kristínar, er sú íslenskra aug- lýsingastofa sem hefur mest látið umbúðahönnun til sín taka á undanförnum árum. Umbúðir hannaðar af AUK hf hafa orðið æ algengari, einkum utan um ýmiss konar matvöru eins og glöggt sést þegar geng- ið er um í matvöruverslunum og stórmörkuðum. Má þar nefna umbúðir utan um mjólk og aðra mjólkurdrykki, skyr, smjör, osta og Emmess ís — að ógleymdum Samsölubrauðum, Kaffi Diletto og Þykkvabæjar- nasli, svo eitthvað sé nefnt. AUK hf hefur unnið til margháttaðra viðurkenninga vegna umbúðahönnunar bæði hér á landi og erlendis. Má þar nefna að stofan vann umbúðaverðlaun Tetra-Pak í Svíþjóð tvö ár í röð, 1986 og 1987. í fyrra skiptið hlaut hún verðlaunin fyrir almennar mjólkurumbúðir en í það seinna fyrir skólamjólk. Þá voru teikn- ingar skólabama notaðar á umbúðimar Fín eða gróf? Umbúðir utan um Samsölubrauðin hafa styrkt ímyndina og gert brauðið að merkjavöru. 3?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.