Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 65

Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 65
TOLVUR FJÁRHAGSLEGT MAT TÖLVUVÆDINGAR Greinarhöfundur Friðrik Friðriksson hagfræðingur er framkvæmdastjóri á markaðssviði hjá IBM á Islandi Markmið þessarar greinar er að vekja athygli á nauðsyn þess fyrir stjórnendur að meta alla þætti fjárfestingar í tölvum yfir líftíma viðkomandi tækis en ekki einungis upphaflegt kaup- verð eins og virðist vera hin við- tekna regla. I almennum orðum má segja, að með þessu séum við að leitast við að horfa á heildarmyndina en ekki ein- ungis sýnishorn. Eftir því sem ég kemst næst er RUT, ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál fyrir ríkið eini aðilinn sem vinnur kerfisbundið að fjárfestingarmati á þessum grunni. Það frumkvæði er lofsvert og sömu kröfu ætti að gera til einkaaðila, for- svarsmanna fyrirtækja og sjálfstæðra ráðgjafa á þessu sviði. Við mat á fjár- hagslegri hlið upplýsingavæðingar- innar og tölvuvæðingarinnar er margs að gæta. Þrátt fyrir að í flest- um tilfellum sé um umtalsverða fjár- muni og hagsmuni að ræða hefur ekki myndast sambærileg hefð við mat á fjárfestingarkostum við tölvukaup og gerist með önnur kaup á fastafjár- munum. Þegar ég segi mat á fjárfest- ingarkostum þá á ég við þá vinnu sem menn leggja í að „skoða í upphafi end- inn,“ að greina á sem nákvæmastan hátt áætlaða heildarfjárfestingu í við- komandi búnaði yfir líftíma tækisins t.d. 5 ár. Hvað á ég við með heildarfjárfest- ingu t.d. í tölvubúnaði? í fyrsta lagi er átt við vélbúnað og hugbúnað. í öðru lagi er átt við viðhaldsgjöld á vélbún- aði/hugbúnaði sem er afgerandi þátt- ur í heildar- verðmyndunni. í þriðja lagi er átt við aðstöðunsköpun; loft- ræstingu, stokka á veggi, rafmagn- skapla. í ijórða lagi er átt við þjálfun/ kennslu starfsfólks og í fimmta lagi er átt við rekstur tölvunnar, sérfræðiað- stoð, uppbyggingu gagnasafas. Listinn er ekki tæmandi en ætti engu að síður að gefa góða mynd af því í hvaða vinnu þarf að leggja ef vel á að standa að verki. Rannsóknir á fjárhagslegu mati eins og þær sem ég nefni síðar benda eindregið til þess að mat manna á hagkvæmasta kosti í samanburði gjörbreytist eftir því hvort horft er á sýnishornið - upphaflegu fjárfesting- una. eða heildarmyndina, þ.e. allan tengdan kostnað til fimm ára. Þetta vil ég ræða en nálgast matið til viðbót- ar við beint fjárhagslegt mat út frá tveimur öðrum sjónarhomum. Fyrir það fyrsta, þá er augljóst að til grundvallar fjárfestingu eins og tölvuvæðingu liggur greining á þörf- um viðkomandi fyrirtækis, vonandi með það að leiðarljósi að upplýsinga- væðingin bæti samkeppnisstöðu og þar með hag fyrirtækisins. Þetta er ekki sjálfgefið og því miður veit mað- ur mörg dæmi þess að fjárfesting í upplýsingavæðingu hefur snúist upp í andstæðu sína. Að mínu mati er ein megin skýringin á því að upplýsinga/ tölvuvæðingin misferst sú að stjórn- endur gera ekki heimavinnuna sína, skilgreina ekki þarfir fyrirtækisins, hafa ekki skoðun á því hver mark- miðin eru og víkja sér undan því óhjá- kvæmlega. Sem stjómendur í nú- tímafyrirtækjum verða þeir að leiða upplýsingavæðinguna í stað þess að vera hlutlausir áhorfendur að henni. Með þessu er ekki átt við það að aðalstjórnendur þurfi að læra að for- rita, en þeir þurfa á hinn bóginn að kunna að nota tækin. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.