Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 66
TOLVUR
Uppbygging tölvuvæðingarinnar,
sú ákvörðun hvernig t.d. bókhalds-
kerfi eiga að líta út, samspil þeirra við
önnur upplýsingakerfi og þó fyrst og
síðast það að skilja hvers konar gögn
eru aðgengileg til að stjóma, eru
ákvarðanir stjómenda en ekki forrit-
ara. í þessu felst þar með að yfir-
stjórnandinn verður að vera leiðandi í
að skilgreina hvers konar gagnagrunn
eigi að byggja upp innan fyrirtækisins
og ekki síður í hvaða formi gögnin
sem hann og aðrir stjórnendur nota til
að stjóma séu framsett. Það er mikil-
vægt að skilja að tölvuvæðing við-
kemur upplýsingaflæði og boðmiðlun
innan fyrirtækis og er þannig mjög
mikilvægt stjórntæki.
Alyktunin sem af þessum hugleið-
ingum ber að draga er m.a. þessi:
Yfirmaðurinn, höfuðstjórnandi fyrir-
tækisins, verður að vera sálfræðilega
hlynntur þeim heimi gagnavinnslu og
upplýsingatækni sem við blasir þegar
og ef hann ákveður að fjárfesta í þeirri
tækni. Skilningur á stjómun upplýs-
inga er ný, erfið og tímafrek reynsla
fyrir flesta stjórnendur en engu að
síður nauðsynleg. Að víkja sér undan
því að stökkva á vagninn, að vísa upp-
lýsingastjórnuninni til undirmanns er
að vanrækja stóran þátt í starfinu,
sem fyrr eða síðar dregur úr virkni
yfirmannsins.
Fyrir nútímastjómandann, sem vill
stjóma atburðarrásinni í stað þess að
stjómast af henni, er höfuðatriði að
taka forystu við að móta afstöðu ann-
arra stjórnenda þannig að þeir lagi
sína stjórnunartækni að staðreynd
TOSHIBA
Frábærar ferðatölvur!
Frelsi til að vinna á tölvu hvar sem er, er eiginleiki hinna vinsælu
TOSHIBA tölva. Hvort sem þú ert heima, í skólanum eða á ferðalagi er
nauðsynlegt að nýta tímann sem best. Þá er gott að geta sest niður nokkum
veginn hvar sem er og unnið
verkefnin sín án þess að þurfa að
bíða eftir því að komast heim
eða á vinnustaðinn.
TOSHIBA T1000 tölvan
er búin 80C88 örgjörva,
512kb minni, ROM DOS-
disk, einu 720kb drifi, graf-
ískum skjá (CGA samræmd-
um) með 80 stöfum í 25
línum og er þar með
fyllilega sambærileg
við 2ja drifa PC
tölvur. Hún keyrir
öll vinsæl PC forrit
s.s. WordPerfcct, MS-
Word, MultiPlan, Excel, Open
Access og að sjálfsögðu alla leiki. I
TOSHIBA T1000 cr hægt að fá 768Kb
minnisstækkun (fyrir sýndardisk) og er þá hægt að hafa öll helstu forrit
stöðugt 1 minni. Með mótaldi getur þú komist í samband við umheiminn
og skipst á upplýsingum. TOSHIBA T1000 er þó svo létt (2.9Kg) og lítil
að hún tekur ekki allt plássið 1 skjalatöskunni eða skólatöskunni!
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12-108 Reykjavlk-slmi (91)-688944
\J
upplýsingabyltingarinnar og nýti sér
þau tæki sem þar liggja til betri stjóm-
unar.
I annan stað, þá má segja að þegar
við höfum greint þarfirnar, skifið
markmiðin og stöndum frammi fyrir
vali á búnaði og framleiðendum þá
snúist valið ekki einvörðungu um
magnlæga þætti (quantitative) heldur
líka eðfislæga (qualitative) þætti sem
snerta bæði gæði vörunnar sjálfrar og
síðan gæði þjónustunnar og orðspor
framleiðandans eða söluaðilans.
Þetta verðleikamat auðveldar okkur
að gera upp á milfi þeirra framleið-
enda sem valið stendur um.
Til að gefa lesendum hugmynd um
hvers eðlis þessir verðleikaþættir
eru þá má nefna almennt álit á fram-
leiðandanum; þeim vél- og hugbúnaði
sem hann býður; hvað segja við-
skiptavinirnir; hver er bilanatíðni
búnaðar; hversu framarlega er bún-
aðurinn tæknilega séð; hvernig er
viðhaldsþjónustu háttað; hvernig er
framleiðandinn mannaður; býður
framleiðandinn upp á menntun/
kennslu fyrir viðskiptavini sína
o.s.frv..
Þessi vinna við eðlislæga matið
gerir okkur m.a. kleift að svara
spurningum eins og þessum: Ef fram-
leiðandi A er 10% dýrari kostur en B
er þá réttlætanlegt að velja A umfram
B? Svarið byggir á því að verðleggja
verðleikamatið á A og B og ef A hefur
verið raðað ofar B snýst spurningin
um það hvort huglægu yfirburðir A
réttlæti 10% verðmismun A í óhag.
Þessu verður hver að svara fyrir sig.
Að þessu sögðu skulum við snúa
okkur að því að skoða beint íjárhags-
legt mat á fjárfestingu í upplýsinga-
væðingu eða tölvuvæðingu.
FJÁRHAGSLEGT MAT Á
TÖLVUKAUPUM MV. EIGNAR-
HALDSTÍMA - LISTAVERÐ Á
MÓTI KOSTNAÐI Á EIGNAR-
HALDSTÍMA
Markmið okkar í þessu mati er
tvenns konar: Annars vegar það að
vega og meta kosti sem uppfylla þarf-
ir og skilyrði sem við setjum, eða
m.ö.o. að kostir séu samanburðar-
hæfir m.t.t. getu/afkasta-krafna okk-
ar. Hins vegar viljum við sannfærast
um að þeir kostir sem fyrir okkur eru
66