Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 70
A VETTVANGI
BESTU AUGLÝSINGAR1988
íslenski markaðsklúbburinn,
ÍMARK, gekkst fyrir vali á bestu auglýs-
ingum ársins 1988 á auglýsingahátíð sem
haldin var á Hótel Islandi í lok febrúar eins
og kunnugt er.
Þetta er í þriðja skipti sem ÍMARK
gengst fyrir vali bestu auglýsinga ársins.
Hér er um virðingarvert og þarft framtak
að ræða sem ber að þakka.
Hins vegar gekk auglýsingahátíð þessi
ekki hnökralaust fyrir sig og velta menn
því fyrir sér hvort annað fyrirkomulag
væri heppilegra en langvinnt borðhald og
dansleikur á eftir afhendingu verðlauna.
Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að
markvissara kynni að vera að afhenda
verðlaun þessi í vönduðu síðdegisboði þar
sem stefnt yrði að því að fá mun fleiri til að
vera viðstadda. Mikið vantaði á að full-
trúar auglýsenda kæmu á hátíðina. Mun
betri þátttaka frá stærstu auglýsendum
landsins gæfi samkomu af þessu tagi mun
meira gildi. Menn þyrftu a.m.k. að setja
sér það mark að fulltrúar mæti frá öllum
fyrirtækjum sem hljóta tilnefningu en ekki
einungis þeir sem bera sigur úr býtum.
Full ástæða er til að hvetja forráða-
menn ÍMARK til að halda áfram á þeirri
braut að efna til samkeppni um og velja
bestu auglýsingar ársins. En þeir mega
gjaman huga að þjálla formi sem yrði til að
draga fleiri að. Afhending verðlaunanna
fær ekki á sig hátíðlegan svip nema fjöldi
fólks fagni sigurvegurunum en það vakti
athygli hve dræmt var klappað fyrir sigui--
vegurunum sem hugsanlega stafar af
langdreginni athöfn og slökum kynni.
Frjáls verslun birtir myndir af þeim
auglýsingum sem báru sigur úr býtum og
teljast athyglisverðustu auglýsingar árs-
ins 1988 í hveijum flokki um sig.
Tilnefningar voru alls 38 að þessu
sinni. Þær skiptust þannig að GBB Aug-
lýsingaþjónustan átti 13 tilnefiiingar, ís-
lenskaauglýsingastofanhf. (Svonagerum
við/Fljótt, fljótt) var með 11 tiinefningar og
AUK hf. með 6. Þannig fengu þrjár
stærstu stofumar 30 af 38 tilnefningum.
Bylgjan og Gott fólk hlutu 2 tilnefningar
hvor og eina tilnefningu hlutu: Gylmir hf.
(Sameinaða auglýsingastofan), Argus,
Auglýsingastofa P & Ó og ÓSA hf.
TEXTI: HELGI MAGNÚSSON
70
VEGGSPJÖLD
Besta veggspjaldið var valið „Osta-
veisla í farangrinum“ sem AUK hf.
gerði fyrir Osta - og Smjörsöluna.
Gefandi verðlauna var Prentsmiðjan
Oddi hf.
STUNDUM
BANVÆNT
STUNDUM
TÍMARIT
Besta tímaritaauglýsingin var valin
„Stundum banvænt, stundum ekki“
sem Svona gerum við (Islenska aug-
lýsingastofan hf.)gerði fyrir Land-
læknisembættið. Gefandi verðlauna
var Frjálst framtak hf.
I HAPPDRÆTTI HEFUR
ÚTVARP
Besta útvarpsauglýs-
ingin var valin „Fáðu
þér fjarka“ sem Gott
fólk gerði fyrir Mark og
Mát. Gefandi verð-
launa var Stjaman.