Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 72
TOLVUR
TÆKNIVAL TEKUR VIÐ HYUNDAI
Samningar hafa verið undir-
ritaðir af Tæknivali hf. og
Hyundai Electronics Industries
Co. Ltd. í Seoul í Kóreu um að
Tæknival hf. og Tölvuvörur hf.
annist um innflutning og sölu á
framleiðsluvöru hins kóreanska
framleiðanda.
Hyundai er risafyrirtæki og var
fyrir nokkru talið vera 25. stærsta
fyrirtæki heims, utan Bandaríkjanna,
í könnun í bandaríska tímaritinu For-
tune. Fyrirtækið er með 24 sjálf-
stæðar sérdeildir, sem framleiða nán-
ast allt milli himins og jarðar, m.a.
bílana góðkunnu sem seljast um allar
álfur í miklu magni. Einnig eru þar
smíðuð skip og olía hreinsuð svo eitt-
hvað sé nefnt.
Fyrir um 6 árum var raftæknideild
stofnuð við fyrirtækið. Arangurinn í
framleiðslu á raftæknilegum varningi
hefur verið með afbrigðum góður.
Tölvur frá Hyundai eru nú seldar víða
á Vesturlöndum, m.a. er markaður-
inn í Bandaríkjunum orðinn mjög stór.
Varan hefur fengið orð fyrir að vera
vönduð, fallega hönnuð, og ekki síst
vekur hagstætt verð athygli kaup-
enda.
Hyundai-tölvumar munu fást í
tveim megingerðum hér á landi til að
byrja með, í mismunandi útgáfum þó,
báðar eru einkatölvur, en mismun-
andi aflmiklar, þ.e. XT og AT. Verð
tölvanna mun vera með afbrigðum
hagstætt. Tölvuvörur hf. bjóða tölv-
umar á sérstöku kynningarverði fyrst
um sinn, sem sagt er vera mjög hag-
stætt. Ennfremur verða á boðstólum
nokkrar gerðir prentara frá Hyundai
og ekki síður á góðu verði. Þá fást
skjáir af ýmsum gerðum á góðu verði.
Tæknival hf. og Tölvuvörur hf.
hafa ennfremur fengið umboð fyrir
Banzai-ferðatölvurnar frá Japan. Hafa
tölvur þessar vakið mikla athygli, svo
að ekki sé tekið djúpt í árinni, ekki síst
vegna þess hversu öflugar þær eru,
eru búnar hörðum diski og skjárinn er
af vönduðust gerð, úr svokölluðum
gasplasma. Vélarnar eru aðeins 6,4
kg að þyngd.
Starfsfólk Tæknivals.
72