Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 74

Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 74
ATHAFNAMENN ENGINN NÓGU EFNAÐUR TIL FRIÁLS VERSLUN RÆDIR VID HELGA VILHJÁLMSSON í GÓU Helgi Vilhjálmsson eigandi og framkvæmdastjóri Sælgætis- gerðarinnar Góu og Kentucky Fried Chicken hefur ekki verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlum þann aldarfjórðung sem hann hefur stundað viðskipti og at- vinnurekstur. Forvitni Frjálsrar verslunar vakn- aði í vetur eftir að blaðið birti lista yfir áætlaða hreina eign ríkustu manna ís- lands. Þar voru nefndir þeir sem tald- ir voru eiga 300 millj.kr hreina eign eða meira. Eins og við mátti búast voru ekki allir sammála um mat blaðs- ins og Frjáls verslun fékk ábendingar um menn sem hefðu átt að vera á listanum en voru ekki þar. Helgi í Góu var einn af þeim sem nefndir voru. Menn hafa haldið því fram við blaðið að hann hefði átt að vera á listanum. Þetta vakti forvitni okkar en nafn hans er nær óþekkt úr fjölmiðlunum. Við fengum Helga Vilhjálmsson í viðtal og spurðum hann þá hreint út hvort hann teldi sig ríkan mann á íslenskan mælikvarða. „Ég hugsa ekki þannig. Ég huga ekki að þessu og það hefur bjargað mér. Ef menn eru alltaf að hugsa um það hvort þeir séu ríkir verða þeir eins og Gyðing- ar,“ svaraði Helgi Vil- hjálmsson ákveðinn. Og hann hélt áfram: „Ég hef verið heppinn. Við höfum komið með góða vöru sem fólkið vill og það er lykillinn að ár- angri í viðskiptum. Ég kvarta ekki enda hef ég haft það ágætt í seinni tíð þrátt fyrir það hvað stjórn- TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON völd gera mönnum erfitt fyrir í at- vinnurekstri. En gleymum því ekki að þeir sem hafa það gott verða að hafa fyrir því. ENGIR RIKIR MENN Á ÍSLANDI Annars er það skoðun mín að það séu engir ríkir menn til á íslandi. Við erum svo litlir karlar hér. Landsmenn eru 250 þúsund en víða erlendis starf- ar sá fjöldi í einu fyrirtæki. Og svo eru menn að gera sig breiða og vilja vera fínir forstjórar yfir nánast engu. Við erum bara sendisveinar. Eigendur og yfirmenn fyrirtækja hér á landi eru ágætir forstjórasendisveinar. Góðir í smáreddingar. Það þýðir ekkert fyrir menn að taka sig eins hátíðlega og hér viðgengst. Það er hlægilegt," segir Helgi og skellir upp úr. Hann telur að röng fjárfesting á ýmsum sviðum sé eitt af helstu mein- unum í þjóðlífmu: Eigendur og yfirmenn fyrirtækja hér á landi eru ágætir forstjórasendisveinar. Góðir í smáreddingar! „Ásókn íslendinga í að eiga einbýl- ishús er ótrúleg della sem virðist hvfla á þjóðarsálinni. Það hafa allt of margir farið flatt á glímunni við að eignast einbýlishús. I einbýlishúsum er mikl- um fjármunum kastað á glæ. Það er hrein martröð. Ég verð að viður- kenna að ég er engu betri en aðrir, féll í þessa gryiju og byggði mér einbýlis- hús. Það er íjárfesting sem ekkert vit er í og vitlausasta ráðstöfun sem ég hef gert. Það þarf stórefnað fólk til að eiga einbýlishús og búa í því. Ég efast um að nokkur íslendingur sé nógu efnað- ur til að geta búið í einbýlishúsi!" Hér eru skorinorðar yfirlýsingar á ferð. En þannig er Helgi. Hann segir skoðun sína umbúðalaust og hann sér heiminn oft öðruvísi en flestir sem eru í forsvari fyrirtækja hér á landi. En það stafar ef til vill af því að hann hefur unnið hörðum höndum fyrir öllu sem hann hefur eignast og hann þekk- ir lífsbaráttuna frá öllum hliðum. UR BRAGGAHVERFI Helgi Vilhjálmsson er 46 ára fjölskyldumaður. Hann er giftur og á 4 börn, þar af tvær uppkomnar dætur, 24 og 25 ára, sem reka með honum kjúklingastað- inn vinsæla, Kentucky Fried Chicken við Reykj- anesbrautina í Hafnarfirði. Hann er fæddur og uppal- inn í Camp Knox bragga- hverfmu sem var í lok stríðsins í Vesturbæ Reykjavíkur, milli Hofs- vallagötu og Kaplaskjóls- vegar sem nú er. Þar bjó 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.