Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 77

Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 77
í Reykjavík og ekkert að fá. Reykja- víkurborg gat ekki látið fyrirtækið hafa lóð og endirinn varð sá að Helgi keypti lóð í Hafnarfirði þar sem nú er Reykjavíkurvegur 72. Þar var byggt yfir Góu og smám saman bætt við. Húseign þessi er nú hátt í 4000 fer- metra verslunar-, skrifstofu- og iðn- aðarhúsnæði og allt í eigu Helga Vil- hjálmssonar. Nú er verslunin Kosta- kaup þar m.a. til húsa: MEÐ HJÁLP VERÐBÓLGUNNAR „Heppnin var með mér. Eg byrjaði á þessu þegar verðbólgubrjálæðið var algert og raunvextir voru bullandi neikvæðir. Og ég smábætti við. Þegar allir voru að bölva verðbólg- unni læddi ég mér í að bæta smám saman við húsið og verðbólgan hjálp- aði mér að klára þetta og koma húsinu í það sem nú er. Þetta tók mig 10 eða 12 ár.“ Rekstur Góu var kominn á góðan skrið og Helgi hafði rennt traustum stoðum undir fjárhag sinn og fyrir- tækisins með því að kom sér upp stórhýsinu að Reykjavíkurvegi 72. En hann lét ekki staðar numið. Nú er Góa flutt í nýtt og glæsilegt 2000 fermetra húsnæði að Bæjarhrauni 24 í Hafnarfirði sem byggt var yfir starf- semina fyrir 2 árum. Fyrirtækið er vel tækjum búið og prýðilega vélvætt til sælgætisframleiðslunnar. Fyrir 9 árum fékk Helgi Vilhjálms- son um- boð fyrir Kent- ucky Fried, setti á stofn sjoppu í húsnæði sínu að Reykjavíkurvegi og fór að selja djúp- steikta kjúlkinga samkvæmt hinni sérstöku Amerísku uppskrift. Þetta sló í gegn hér á landi eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Og fyrir 5 árum reisti hann svo glæsileg- an skyndibitastað fyrir Kentucky Fried við Reykjanesbrautina hjá Kapplakrika þar sem hægt er að fá afgreiðslu í gegnum lúgu. Vinsældir þessa staðar hafa verið gífurlegar. Og nú er hann búinn að koma upp öðrum eins stað í Skeifunni við Suðurlands- braut í Reykjavík, sem tilbúinn er að hefja starfsemi. ENGAR SKULDIR? Þjóðsagan segir að Helgi Vilhjálms- son og fyrirtæki hans skuldi ekkert þrátt fyrir þessar miklu eignir og öll þessi umsvif. Frjáls verslun spyr hann um þetta: IMenn komast auðvitað ekki hjá því að skulda en ég hef vanið mig á að hafa lántökur í hófi. 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.