Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 80
ATHAFNAMENN
skilar öll þessi menntun okkur þegar
menn hafa engar lausnir á vanda þjóð-
arinnar þrátt fyrir góðæri í mörg ár?
Eru ekki 63 þingmenn, meira og
minna
allt pró-
fessorar,
sem eiga
að
stjóma
landinu og hafa til þess ríkisstjóm.
Hvað er allt þetta fólk að gera?
Ég hef rekið iðnfyrirtæki í 24 ár og
ég hef ekki komist í tæri við iðnaðar-
ráðherra. Hvert er hlutverk iðnaðar-
ráðherra annað en að koma í veg fyrir
að allur iðnaður þurrkist hér út? Það
þarf að senda þessa menn til útlanda
og láta þá átta sig á því við hvað Is-
lendingar eru að keppa. Við erum svo
miklir smákarlar hér. Það verða
menn að skilja ef ekki á að fara illa. Við
þykjumst ekki þurfa neina tollavernd
fyrir iðnaðinn. En stórþjóðirnar telja
sig þurfa vernd, þó með óbeinum
hætti sé. Það þarf ekki annað en
krefjast þess að stóru útlendu sæl-
gætisfyrirtækin prentuðu íslenskan
texta á umbúðir sínar til þess að þau
nenntu ekki að sinna þessum smáa
markaði. Þá fengju þau íslensku fyrir-
tæki og þau íslensku störf sem um
ræðir frið til að lifa. Við hljótum að
veija hendur okkar hér í þessu litla
landi eins og menn hika ekki við að
gera hjá stórþjóðunum í kringum okk-
VANTAR SAMSTÖÐU GEGN
INNFLUTNINGNUM
Er innflutt sælgæti að taka mark-
aðinn hér á landi yfir?
„Það er talað um að þetta skiptist
nokkurn veginn til helminga milli inn-
flutnings og innlendrar framleiðslu.
Sennilega eru um 300 störf í íslensk-
um sælgætisiðnaði. Samkeppnin milli
okkar innlendu framleiðendanna er
hörð og er ekkert nema gott um það
að segja. Það heldur okkur við efnið.
En ég sakna þess að við skulum ekki
taka höndum saman gegn innflutning-
num. Við gætum a.m.k. sest niður og
talast við, haldið fund, kallað á iðnað-
arráðherra og reynt að komast að því
hvert sé hlutverk hans.
En stundum virðist manni að
stjórnvöld hafi engan áhuga á að iðn-
aðurinn lifi og fólk haldi vinnu sinni.
Maður rekur sig stundum á óskiljan-
lega hluti. Ég nefni lítið dæmi: Þegar
flugstöðin á Keflavíkurflugvelli var
flutt úr gömlu kofunum í nýju bygg-
inguna var tekin um það einhliða
ákvörðun að íslenskt sælgæti skyldi
ekki selt lengur í fríhöfninni. í nýju
flugstöðinni má bara selja útlent sæl-
gæti. Svona þjónusta við útlendinga
er óskiljanleg.
Annars er framkoma þeirra stjórn-
málamanna sem ráða landinu stund-
um svo hrottaleg að um hreinan trún-
aðarbrest verður að ræða milli þeirra
ogþjóðarinnar. Verðstöðvunerkom-
ið á. Maður tekur þátt í því af heilum
hug í þeirri von að það geti orðið til
bóta. Fólkið tekur þátt og unir því að
fá þá ekki launahækkanir. En þá er
ríkissjóður fyrstur til að brjóta verð-
stöðvunina niður með gengdarlausum
hækkunum á opinberri þjónustu, allt
upp í 28%. Og þar með er verðstöðv-
unin ónýt og það fyrir verknað ríkis-
stjórnarinnar. Þessum mönnum er
ekki sjálfrátt."
KJÚKLINGASALA Á STEINALDARSTIG
Við spyijum Helga Vilhjálmsson
hvers vegna hann sé ekki búinn að
opna Kentucky Fried staðinn við Suð-
urlandsbraut en hann virðist standa
tilbúinn.
ur.“
IGengið hefur aldrei verið fellt eins mikið og á
síðustu 20 árum og á þeim tíma hefur
iðnaðurinn verið að hrynja.
Tjjy t? r\T'T' TTT7 AUÐBREKKA P 0-B0X 336
1 LlFm 200 KÓPAVOGUR S. 91-46088
Bjóðum upp á föst
samningsbundin verk í
daglegri ræstingu eftir
fyrirfram ákveðnu kerfi.
Eftirlitskerfið og bestu
fáanleg efni og áhöld
tryggja gæði og
góða þjónustu.
• RÁÐGJÖF • EFNISSALA • TÍMAVINNA •
TILBOÐSVINNA • FÖST VERKEFNI
SÍMI 4 60 88
Reynið viðskiptin
og fáið tilboð
ykkur að kostnaðarlausu.
80