Frjáls verslun - 01.05.1990, Blaðsíða 27
Frakklandsmarkaður verði okkur áfram
hagstæður. Sem dæmi um það get ég
nefnt að frá í fyrravor hefur verð á stein-
bít hækkað hér um 15-20% og okkur
vantar meira til þess að selja því stein-
bítsvertíðin á íslandi var léleg í vor.
Við seljum mikið til stórra matvæla-
framleiðanda. Findus er einn þeirra en
þar er um að ræða eitt stærsta mat-
vælafyrirtæki í Evrópu og í eigu Néstlé í
Sviss. Helstu viðskiptavinir okkar eru
annars verslunarkeðjur og einnig seljum
við mikið til fyrirtækja sem dreifa mat-
vælum til veitingahúsa."
Pétur er spurður um stöðu íslenskra
sjávarafurða á franska markaðinum.
„Við erum orðnir þekktir hér að
góðu. Staða íslenskra sjávarafurða er
hér tvímælalaust mjög sterk. Færri
komast í viðskipti hjá okkur en vilja. Það
eru oft ekki nægar afurðir sem við get-
um boðið þar sem fiskurinn í sjónum er
takmörkuð auðlind. Af þessum
ástæðum leggjum við höfuðáherslu á að
hámarka verðmætin á því takmarkaða
magni sem okkur er falið að selja. Aðal-
atriðið er að sjálfsögðu að fiskurinn sé
unnin heima eins mikið og hægt er. Það
sem við höfum helst verið að þróa í
þessu sambandi eru neytendapakkning-
ar og afurðir sem ekki hafa verið nýttar
til þessa.
Þó svo að eftirspurnin hér sé meiri en
framboðið megum við íslendingar ekki
líta of stórt á okkur. Við verðum að
kappkosta að vinna vel með viðskipta-
vinum okkar og taka skrefin rólega og
yfirvegað. Hér eiga engar stökkbreyt-
ingar við. Þeir verða að geta treyst okk-
ur og vera vissir um að fá það afhent,
sem við gefum loforð um, annars er
hætta á að viðskiptavinir okkar snúi sér
að öðrum framleiðendum og jafnvel öðr-
um tegundum matvæla."
Pétur Einarsson er 25 ára og hefur
búið erlendis mestan hluta ævi sinnar
erlendis. Hann er sonur Einars Bene-
diktssonar, sendiherra í Brussel. Pétur
bjó hjá foreldrum sínum í sendiherratíð
Einars, m.a. níu ár í París og um árabil í
London. Hann stundaði háskólanám í
London og lauk þaðan prófi í hagfræði.
Pétur viðurkennir að þessi alþjóðlegi
bakgrunnur komi honum að góðu haldi í
markaðsstjórastarfi hjá SH í París, enda
talar hann frönsku eins og innfæddur og
hefur skilning á menningu og háttum
Frakka sem hlýtur að vera mikils virði
fyrir þann sem fæst við markaðsstörf í
landinu.
ÍSLENSKILAXINN BETRI
Pétur er mjög bjartsýnn á framhald-
ið. „ímynd íslenskra afurða er sterk í
Frakklandi og hún fer stöðugt batnandi.
Dæmi um þetta er ferski laxinn. Hann
er hér í mikilli sókn og við erum vongóð-
ir um að geta aukið innflutning á honum
hingað til muna. íslenski laxinn þykir
betri en sá norski. Það stafar m.a. af því
að hann er sendur hingað í flugi en Norð-
menn senda sinn lax hingað í vöruflutn-
ingabílum allt frá Norður-Noregi. Fjar-
lægðin gerir það að verkum að við verð-
um að senda laxinn hingað í flugi, sem
auðvitað er dýrt, en fyrir bragðið verður
hann ferskari og betri. Það mun verða
okkur íslendingum til framdráttar þegar
upp er staðið.
Frakkland er stærsti markaður
heims fyrir villtan lax. Frakkamir
þekkja muninn á villtum laxi og eldislaxi.
Það kemur fram á matseðlum veitinga-
húsanna en hér er gömul hefð fyrir að
borða laxinn ferskan og reyktan. Þekk-
ing neytendanna á þessari vöm er mikil.
Laxinn er seldur hér heill og óslægður.
Markaður fyrir lax er mjög eríiður
vegna offramleiðslu í heiminum. Norð-
menn framleiða um það bil 120 þúsund
tonn af laxi á ári en við íslendingar um
eitt þúsund tonn. Reynsla okkar eykst
mjög hratt og það er bjartara framund-
an, m.a. vegna þess að Norðmenn
munu ekki auka framleiðsluna á ámnum
1990 og 1991. Með því móti kemst von-
andi á meira jafnvægi og þá fæst betra
verð. Ég trúi því að verð á laxi fari ekki
neðar og sé nú á uppleið.
Ég er bjartsýnn á að við getum stór-
aukið sölu okkar á laxi í Frakklandi. Það
er ekkert óraunhæft að ætla að við mun-
um selja 200-300 tonn af hafbeitarlaxi á
ári og 50 tonn af eldislaxi á mánuði. Með
auknu magni og stöðugleika munum við
fá betra verð fyrir laxinn — en allt snýst
þetta um að fá sem mest verðmæti fyrir
afurðimar. Því megum við aldrei
gleyrna."
Fiskvinnslan á Bíldudal hf.
Hraðfrystihús — Fiskimjölsverksmiðja
Fiskvinnsla — Freðfiskur — Saltfiskur— Skreið.